Atvinnu- og umhverfisnefnd

18. fundur 29. október 2025 kl. 17:00 - 18:15 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Karl Jónsson
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar - E2110036
Í 10. gr búfjársamþykktarinnar kemur fram að sveitarstjórn geti "veitt leyfi til að halda allt að 10 hænur í öruggu aðhaldi í íbúðarbyggð, en hanar eru þar með öllu bannaðir".
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að setningunni sé breytt. Verði hún svo hljóðandi: Sveitarstjórn getur veitt leyfi til að halda allt að 10 hænur í öruggu aðhaldi á hverri lóð í íbúðarbyggð, en hanar eru með öllu bannaðir.
Leggur nefndin til að annað í búfjársamþykktinni standi óbreytt.
 
2. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Atvinnu- og umhverfisnefnd fer yfir kostnaðar- og gjaldskrárliði í umhverfismálum.
 
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá sveitarfélagsins taki eftirfarandi breytingum:
A) Förgun úrgangs og sorphirðu hækki um 4%.
B) Gjald fyrir hreinsun og tæmingu rotþróa hækki um 4%.
Umræðu um gjald fyrir eyðingu dýraleifa frestað til næsta fundar sem áætlað er að halda þriðjudaginn 18.nóvember.
 
3. Sorphirða og gámasvæði - E2510025
Innleiðing á þriðju tunnu er nú að hefjast í sveitarfélaginu. Aðdragandi verkefnisins hefur verið nokkuð mikill og er liður í að uppfylla lagalegar skyldur í sorphirðu.
Að undanförnu hafa komið inn beiðnir þess efnis hvort mögulegt sé að sleppa því að fá þriðju tunnu á heimili. Innleiðingin er liður í að samræma og bæta flokkun á landsvísu og er komin nokkur reynsla á það annarstaðar. Nefndin hefur yfirfarið málið og kannað útfærsu til að mynda á tvískiptum tunnum en af upplýsingum að dæma er ekki góð reynsla af því.
 
Nefndin telur mikilvægt að kerfið sé sem einfaldast og það sé samræmt innan sveitarfélagsins svo unnt verði að halda aftur af flækjustigi í framtíðinni. Nefndin telur því ekki tilefni til að breyta nálguninni.
Farið var yfir tölur frá Terra varðandi sorphirðu frá heimilum og á gámasvæði og þær skoðaðar í samhengi við tekjur af sorphirðu í sveitarfélaginu. Yfirferðin gefur til kynna að betra jafnvægi sé að komast á rekstur málaflokksins.
 
4. Kolefnisspor - E2510026
Nefndin kynnir sér skýrslu Environice frá árinu 2022. Kallað hefur verið eftir upplýsingum frá Land- og skóg og verður umræðum þar haldið áfram.
 
5. Umhverfisverðlaun 2025 - E2504006
Rætt eru um tillögur að umhverfisverðlaunum ársins 2025 sem stefnt er á að veita á næstunni.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Getum við bætt efni síðunnar?