Atvinnu- og umhverfisnefnd

19. fundur 19. nóvember 2025 kl. 18:00 - 19:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Susanne Lintermann
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Karl Jónsson
  • Aðalsteinn Hallgrímsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ragnar Jónsson
  • Kristín Hermannsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Ingi Friðleifsson formaður
 
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Nefndin fer yfir fjárhagsáætlun málaflokka sinna og ræðir gjaldskrá dýraleyfa.
Hækkanir undanfarinna ára hafa leitt til þess að útgjaldaliðurinn hefur náð jafnvægi og er því tímabært að þær fylgi nú almennum hækkunum gjalda. Þó er nauðsynlegt að fylgjast með þróun útgjalda áfram á næstu árum og bregðast aftur við ef þróunin breytist.
 
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að almenn gjaldskrárhækkun dýraleifa verði 4%.
Nefndin tekur til skoðunar ábendingu varðandi kostnað við hænsni. Reynslan er sú að takmarkað magn þeirra fer í dýraleifagáminn en leifar þeirra fara að langmestu leiti í moltugerð. Nefndin telur því góð rök fyrir því að gjaldskrá vegna hænsna verði lækkuð í 10 kr.- á hænsn og leggur það til við sveitarstjórn.
 
2. Umhverfisverðlaun 2025 - E2504006
Nefndin heldur áfram umræðu um veitingu umhverfisverðlauna 2025.
Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur ákveðið hverjir muni fá umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2025.
 
Formanni falið að vinna málið áfram og afhenda verðlaunin við tækifæri.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
 
Getum við bætt efni síðunnar?