Fjallskilanefnd

49. fundur 26. maí 2025 kl. 10:00 - 11:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Birgir H. Arason
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
1. Fjallskil 2025 - 2505019
Fjallskilanefnd óskar eftir við sveitarstjóra að sleppingar séu auglýstar líkt og árlega en að sleppingardegi sauðfjár sé flýtt til 1.júní og stórgripa 15. júní vegna óvenju góðs tíðarfars og aðstæðna. Landeigendur eru jafnframt minntir á að huga að girðingum.
 
Þá er óskað eftir að auglýst verði að "Nýti umráðamaður ekki að fullu land það sem hann hefur fyrir eigin búfé er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því að því marki sem beitarþol leyfir. Ef um óskipt land er að ræða verða sameigendur einnig að veita leyfi fyrir slíkri heimild. Umráðamanni lands ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og fyrir hvaða fjölda búfjár, sbr. 8. gr. laga nr. 6/1986, sbr. einnig ákvæði í 7. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð nr. 173/2011."
 
Göngur verða eftirfarandi:
1. göngur fara fram 4. september - 7. september.
2. göngur fara fram 20. - 21. september.
 
Hrossasmölun verður 3.október og stóðréttir 4.október.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00
 
Getum við bætt efni síðunnar?