Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - E1901017
Í ljósi þess að næsti áfangi við framkvæmdir Hrafnagilsskóla munu fara fram á jarðhæð en ekki efri hæð eins og fyrirhugað var hefur sveitarstjóri lagst í greiningu á því hvernig unnt sé að framkvæma verkið með sem minnstu raski á starfsemina.
Ítarleg vinna hefur leitt af sér tvær tillögur.
A) Röð framkvæmda sem gerir að verkum að núverandi skipulag innviða heldur sér.
B) Endurskipulag á rými sem mun leiða af sér enn minna rask á núverandi rými og starfsemi. Skipulagið bætir flæði og starfsaðstöðu og tengir inngang bókasafns/upplýsingavers og inngang íþróttamiðstöðvar.
Framkvæmdaráð fer yfir hugmyndir að breytingum og kallar eftir fundi með skólastjórnendum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15