Fundur í Óshólmanefnd þann 22. mars 2025, kl. 10:00 Vettvangsferð að Brunná
Mætt: Emilía Baldursdóttir, Hólmgeir Karlsson, Jóhann Reynir Eysteinsson og Ólafur Kjartansson. Einnig mætti í vettvangsferðina, að beiðni Óshólmanefndar, Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður UMSA á Akureyri.
Fundarstaður: Vettvangsferð að útrennsli Brunnár á Óshólmasvæðinu.
Emilía Baldursdóttir formaður nefndarinnar stýrði fundi og fundargerð ritaði Hólmgeir Karlsson.
Dagskrá fundarins:
1) Vettvangsferð til að skoða vatnshæð í Brunnárskurðinum og þær breytingar sem gerðar hafa verið s.l. haust á þröskuldinum í útrennsli Brunnár í Eyjafjarðarána.
Eftir að hafa farið um svæðið er ljóst að þröskuldurinn er nokkru lægri en hann var sumarið 2023 en breytingar voru gerðar á þröskuldinum s.l. haust, þó ekki liggi ljóst fyrir hver fyrirskipaði þær breytingar.
Forsaga málsins í stuttu máli er sú að þegar ráðist var í lenginu flugbrautarinnar þá gaf Isavia loforð um að vatnshæð á flæðunum yrði sú sama og fyrir framkvæmdirnar, en því miður eru engar óyggjandi mælingar til á vatnshæðinni fyrir framkvæmdir og ágreiningur verið um þá vatnshæð sem er inná teikningum sem voru gerðar þegar frágangurinn eftir flugvallarlenginuna var hannaður. Ekki hefur komið fram hvaða upplýsingar voru notaðar sem forsendur fyrir hæðinni á þröskuldinum austast í Brunnárskurðinum. Þröskuldurinn nú er trúlega kominn í þá hæð sem þær teikningar segja til um.
Á meðfylgjandi myndum má sjá vatnshæðina sem þroskuldurinn/haftið í útrennsli Brunnár myndar, annarsvegar í júlí 2023 og nú í mars 2025.


Þröskuldurinn eins og hann er nú er vel gerður og því ber að hrósa, en líklega
15-20 cm lægri en hann var sumarið 2023.

Niðurstaða fundarins/vettvangsferðarinnar.
Það er niðurstaða eftir vettvangsferðina að Óshólmanefndin mun ekki aðhafast meira að sinni í
málinu en leggur til að fylgst verði með ástandinu á flæðunum í sumar. Nefndin hefur áður
komið fram sínum sjónarmiðum sem lúta að því að vernda lífríkið á flæðunum og leggur því á
það ríka áherslu eins og áður að sveitarfélögin tvö í samvinnu við landeigendur komist að
sameiginlegri niðurstöðu varðandi vatnshæðina á flæðunum sem að nokkru leyti stjórnast af
þessum þröskuldi í Brunnárskurðinum.
Ólafur Kjartansson annar fulltrúi Akureyrarbæjar í Óshólmanefnd leggur fram svohljóðandi
bókun vegna ástandsins á Kjarnaflæðum eftir síðustu aðgerðir í útfalli Brunnár haustið 2024:
Núverandi vatnsstaða er algerlega óviðunandi ef ætlunin er að varðveita eitthvað af því lífríki
sem var á flæðunum fyrir síðustu lengingu flugbrautarinnar. Hæðarmið í teikningu sem var gerð
þegar brunnárskurðurinn var hannaður fyrir enda brautarinnar er ónothæft og allt of lágt. Fylgja
má lýsingum í fuglatalningum sem voru gerðar 2010 og 2020 fyrir umhverfisnefnd
Akureyrarbæjar auk lýsinga á gróðri óshólmasvæðisins höf. Hörður Kristinsson, sem ættu að
vera til hjá náttúrufræðistofnun til að fá betri viðmið í endurheimt þeirrar stöðu sem flugstoðir
lofuðu við lengingu flugbrautarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundargerð ritaði: Hólmgeir Karlsson