Skipulagsnefnd

432. fundur 19. maí 2025 kl. 08:00 - 09:10 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Víðigerði L152821 og Stekkjarhóll L234754 - breyting á afmörkun og merkjalýsing - 2504034
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, dags. 15.01.2025, þar sem verið er að gera breytingu á afmörkun á lóðinni Stekkjarhóll L234754 ásamt merkjalýsingu á milli jarðanna Espihóls, Stekkjarhóls og Víðigerðis.
Benjmín Örn Davíðsson vék af fundi við þennan fundarlið.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
2. Torfur - L152816 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir malartöku - 2502020
Erindi frá landeiganda sem var frestað á 426. fundi skipulagsnefndar þann 24.febrúar sl. liggur nú fyrir fundinum með breyttum forsendum.
Benjamín Örn Davíðsson Vék af fundi við þennan fundarlið.
 
Erindi frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
 
3. Leifsstaðir II L152714 - breyting á aðal- og deiliskipulagi, hótel orlofshús - 2411007
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir breytingu á ASK og DSK lauk 28. apríl sl.og bárust 7 erindi á kynningartímabili lýsingarinnar. Skipulagsnefnd fjallar um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd þakkar innsendar umsagnir og leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsráðgjöfum að vinna skipulagstillögur áfram í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmda sbr. 1. viðauka laga nr. 111/2021.
 
4. Ölduhverfi L228843, Sveinsbær og Sveinsbær II og III, merkjalýsing M002155 - 2505011
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing þar sem verið er að breyta afmörkun á landspildunni Ölduhverfi og lóðunum Sveinsbæ og Sveinsbæ III ásamt nýrri afmörkun á lóðinni Sveinsbæ II.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10
Getum við bætt efni síðunnar?