Skipulagsnefnd

433. fundur 02. júní 2025 kl. 08:00 - 09:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Fjóla Kim Björnsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
 
1. Leifsstaðir land L152708 - Beiðni um breytt staðfang - 2505026
Eigendur Leifsstaða land L152708 óska eftir að staðfangi verið breytt í Leifstaðabrúnir 25.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og fela skipulagsfulltrúa að fullnusta breytinguna.
 
2. Hólmatröð 3 - beiðni um breytt deiliskipulag, aukið byggingarmagn - 2505033
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna byggingaáforma þar sem byggingarmagn á lóðinni er aukið miðað við gildandi deiliskipulag. Meðfylgjandi eru teikningar unnar af Ívari Ragnarssyni dags. 30.04.2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr 44.gr sömu skipulagslaga.
 
3. Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 - Kynning tillögu á vinnslustigi - 2505032
Svalbarðsstrandarhreppur hefur óskað eftir umsögn Eyjafjarðarsveitar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, nr. 0123/2024: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við endurskoðun aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.
 
4. Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK - 2501006
Tekið fyrir að nýju erindi vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi við Leifsstaðabrúnir.
Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi frá Landslagi ehf dags. 23. maí s.l. Erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2025 þar sem nefndin lagði til við sveitarstjórn að skipulagslýsing yrði lögð fram til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing var kynnt til umsagnar frá og með 20. mars til 3. apríl 2025.
 
Einnig liggur fyrir nefndinni breyting á greinargerð deiliskipulags svæðisins í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi, unnið af Kollgátu dags. 19.05.2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr og 4. mgr. 40. gr. að undangengnum breytingum sem fram komu á fundinum.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30
Getum við bætt efni síðunnar?