Dagskrá:
1. Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Holtahverfi - ÍB17 og VÞ17 - E2502023
Akuryrerbær Óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um auglýsingu á tillögu að
Aðalskipulagsbreytingu vegna Holtahverfis - ÍB17 og VÞ17.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við auglýsingu á Aðalskipulagsbreytingu
Akureyrarbæjar vegna Holtahverfis - ÍB17 og VÞ17.
2. Aðalskipulag Skagafjarðar - Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag) - E2508004
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um auglýsingu á tillögu að
nýju aðalskipulagi Skagafjarðar. Umsagnarfrestur er til 15. september næstkomandi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Skagafjarðar.
3. Blöndulína 3 - breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, nr. 07932024
Kynning tillögu á vinnslustigi - E2506061
Hörgársveit óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar um kynningu tillögu á vinnslustigi
Blöndulína 3 - breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu á vinnslustigi Blöndulína 3 - breyting
á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.
4. Jódísarstaðir l.nr. 152664 - Merkjalýsing - E2508003
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing þar sem verið er að Afmarka landspildu úr landi
Jódísarstaða f.nr. F2159011, l.nr. L152664.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða
merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr.
160/2024.
5. Umhverfis- og orkustofnun - Umsókn um rannsóknarleyfi - E2507005
Tryggvi Pétursson f.h Íslenskir Jarðmálmar ehf., óskar eftir Rannsóknaleyfi fyrir
málmleit. Óskað er eftir að leita á svæði suður af Eyjafjarðardal í átt að Bárðardal.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við umsóknina
enda sé hún innan þjóðlendu og í vinnslu hjá stofnun í eigu ríkisins.
435. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
11.08.2025
6. Kaupangsbakki L152672 - Aðstöðuhús og salerni - E2506060
Kjartan Helgason sækir um f.h hestamannafélagsins Léttis, heimild til byggingu
aðstöðuhúss og salernis á Kaupangsbakka L152672
Skipulagsefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir upplýsingum um landamerki
hestamannafélagsins að Kaupangsbakka og umsögn Óshólmanefndar vegna
fyrirhugaðarar framkvæmdar hestamannafélagsins áður en tekin er afstaða til
umsóknarinnar.
7. Grund I L152609 - Stækkun á byggingarreit - E2508001
Ljósaborg ehf. sækir um stækkun á byggingarreit vegna stækkunar á fjósi í landi Grundar
1 L152609.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu
skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta
grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð
athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á
grenndarkynningartímabilinu.
8. Skáldsstaðir 3 L232130 - Frístundarhús - Skipulagsmál - E2508005
Kolbrún Elfarsdóttir sækir um leyfi fyrir frístudahúsi á lóðinni Skáldsstaðir 3,
Eyjafjarðarsveit. Erindinu fylgja uppdrættir frá Emil Þór Guðmundssyni.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram umsögn
Veðurstofunnar vegna ofanflóðahættu á svæðinu áður en til afgreiðslu kemur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55