Dagskrá:
1. Héraðsreiðleið RH7 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - E2508019
Fyrir fundi liggur ósk Reiðveganefndar hestamannafélagsins Funa eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið um Brúnir. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þar sem ekki hafði borist svar frá kirkjunni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn Reiðveganefndar hestamannafélagsins Funa um framkvæmdaleyfi fyrir héraðsreiðleið RH7 um land Brúna verði samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og kvöð á jörðinni. Vestast liggi reiðleiðin út fyrir land Brúna inn á land í eigu kirkjunnar.
Nefndin telur fullreynt að fara aðrar leiðir.
2. Öngulsstaðir 4 - Merkjalýsing - E2012011
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni f.h landeigenda Öngulsstaða IV og Öngulsstaða 2. Merkjalýsingin varðar stækkun á lóðinni Öngulsstaðir IV L194461
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
3. Festarklettur landamerki, Knarrarberg og Arnarholt lóðir - Merkjalýsing - E2509016
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni fyrir Festarklett, Knarrarberg og Arnarholt L152674
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
4. Kaupangur L152673 afmörkun lóðar - Merkjalýsing - E2509017
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni sem varðar Kaupang L152673
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
5. Hvammur 3 - Stofnun lóðar úr landi Hvamms L152657 - E2509018
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af VERKÍS. Tilurð merkjalýsingarinnar er stofnun nýrrar lóðar úr upprunalandinu Hvammur L152657 utan um útihús sem þar standa. Sótt er um að lóðin fái nafnið Hvammur 3
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða merkjalýsingu, sem varðar stofnun nýrrar lóðar úr upprunalandi Hvamms (L152657). Lóðin hljóti nafnið Hvammur 3. Samþykktin er gerð á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024
6. Bogalda og Miðalda - Stofnun 33 lóða og merkjalýsing - E2509019
Fyrir fundinum liggur umsókn um stofnun 33 lóða ásamt merkjalýsingu þeirra í landi Ölduhverfis L228843 og Kropps L152699. Merkjalýsingin er unnin af VERKÍS
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
7. Þórustaðir 7 L190539 og Þórustaðir 2 land L190538 - Merkjalýsing - E2509021
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, þar sem lóðarmörk Þórustaða 7 og 2 eru afmörkuð og stækkuð. Helgi Örlygsson sendir inn erindið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
8. Breiðablik L178246 - Merkjalýsing - E2509025
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing fyrir Breiðablik L178246. Merkjalýsingin er unnin af Jóni Hlyn Sigurðssyni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
9. Melgerðismelar - L219983 Deiliskipulag - Flugslóð - E2411037
Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing Melgerðismela. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar 23. júní s.l. þar sem samþykkt var að skipulagslýsing yrði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var kynnt til og með 13. ágúst - 10. september 2025.
Sjö athugasemdir bárust við lýsinguna sem nýttar verða við mótun deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum sem bárust við skipulagslýsingu á skipulagsráðgjafa og að unnið verði að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið.
10. Hrafnabjörg L235978 - Breyting á DSK fyrir frístundarhús - E2509029
Fyrir fundinum liggur ósk um deiliskipulagsbreytingu á skipulagssvæði Jódísartstaða. Uppdráttur unnin af Ívari Ragnarssyni
Skipulagsnefnd frestar málinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjendur.
11. Ytri-Varðgjá - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð - E2509011
Fyrir fundinum liggur beiðni landeigenda Ytri-Varðgjá um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar. Meðfylgjandi eru uppfærðir upprættir eftir Helga Má Pálsson frá Eflu.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að ekki hefur verið orðið við ábendingum nenfndarinnar varðandi staðsetningu hreinsistöðvar. Skipulagshönnuður skal aðlaga hönnun fráveitu að gildandi skipulagi hvað varðar staðsetningu hreinsistöðvar. Þá skal aðlaga gatnagerð að ákvæðum deiliskipulags um að halli aðkomuvegar megi vera að hámarki 12% og halli húsagatna megi vera að hámarki 9%.
Afgreiðslu frestað þar til uppfærð gögn berast. Þá er umsækjanda bent á að framkvæmdaleyfi mun einungis ná til þeirra gatna sem eru innan fyrsta áfanga.
12. Náttúruhamfaratrygging Íslands - Erindi er varðar 16. gr. laga nr. 55 árið 1992 - E2509022
Fyrir fundi liggur bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, þar sem áréttað er að byggingar á þekktum hættusvæðum geta leitt til takmarkaðs eða engan bótaréttar samkvæmt 16. gr. laga nr. 55/1992. Sveitarfélögum er bent á að taka mið af áhættumati náttúruvár í skipulagsáætlunum og upplýsa framkvæmdaaðila og kaupendur um slíkar takmarkanir.
Lagt fram til kynningar.
13. Sölvastaðir Svínabú - ósk um heimild til vinnslu á breytingu DSK - E2509030
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sölvastöðum ehf. þar sem óskað er eftir heimild til þess að vinna breytingu á deiliskipulagi. Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. vann og sendir inn erindið f.h. eigenda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi svínabús í landi Sölvastaða í Eyjafjarðarsveit. Breytingin feli í sér að auka heimilt byggingarmagn um allt að 1.800 fermetra vegna vélageymslu, lagers og fráfæruklefa í eldisgrísahúsi. Ekki er gert ráð fyrir að skipulagsbreytingin muni hafa í för með sér aukinn fjölda grísa (30 kg->), sem ennþá verður 2.400.
14. Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK - E2501006
Tekin fyrir að nýju vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi við Leifsstaðabrúnir. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar 2. júní s.l. þar sem samþykkt var að vinnslutillögur vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið yrði kynnt fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr og 4. mgr. 40. gr. Vinnslutillaga var kynnt til umsagnar frá og með 13. ágúst til og með 10. september s.l. Sjö athugasemdir bárust við vinnslutillögu breytingar á deiliskipulagi og tíu við vinnslutillögu breytingar á aðalskipulagi. Athugasemdirnar verða nýttar við mótun tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum sem bárust við vinnslutillögu á skipulagsráðgjafa og að áfram verði unnið að tillögum að breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50