Dagskrá:
1. Brúarland - skráning 3 lóða úr Brúarlandi og merkjalýsing - E2509027
Fyrir fundinum liggur beiðni um stofnun þriggja lóða skv. gildandi deiliskipulagi í landi Brúarlands, ásamt merkjalýsingu þegar stofnaðra lóða. Merkjalýsingin er unnin af Hákoni Jenssyni.
Erindi frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við merkjalýsanda.
2. Oddi (áður Espigerði), Birkitröð, Kvos - Breytingartillaga á deiliskipulagi - E1706026
Fyrir fundinum liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi þar sem breytingar hafa verið gerðar á tillögunni í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar og í bókun sveitarstjórnar þann 28. ágúst 2025.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og bendir skipulagshönnuði á að sameina vegtengingar lóða 1 og 2 í eina tengingu frá Knarrarbergsvegi í samræmi við ábendingu Vegagerðarinnar. Skipulagsfulltrúa er falið að koma ábendingum til skipulagshönnuðar.
3. Aðalskipulag Þingeyjarsveitar - Umsagnarbeiðni auglýsingu tillögu - E2509040
Þingeyjarsveit hefur óskað eftir umsögn þinni við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 0881/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag)
Unnið er nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Sameiningin átti sér stað árið 2022 og í nýju aðalskipulagi er samræmd stefna landnotkunar fyrir landsvæði sem nær yfir 12% af Íslandi.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnarbeiðni Þingeyjarsveitar vegna auglýsingar tillögu að nýju aðalskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við auglýsta tillögu.
4. Ytri-Varðgjá - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð - E2509011
Fyrir fundinum liggur beiðni landeigenda Ytri-Varðgjá um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar. Meðfylgjandi eru uppfærðir upprættir eftir Helga Má Pálsson frá Eflu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga gatnagerðar í Ytri-Varðgjá verði samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
5. Jódísarstaðir L202642 - DSK breyting - E2509037
Fyrir fundinum liggur umsókn um deiliskipulagsbreytingu í landi Jódísarstaða þar sem áður samþykkt vegtenging er felld út og mörkum nærliggjandi lóða er breytt í samræmi.
Skipulagsnefnd telur einsýnt að skipulagsáformin teljist óveruleg þar sem þau víki lítið frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Þá er ekki um fordæmisgefandi breytingu að ræða eða breytingu sem varðar almannahagsmuni.
Skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að deilskilpulagsbreytingunni verði vísað í grenndarkynningu sbr. gr. 43 og 44 skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr. 44. gr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Berist ekki andmæli á grenndarkynningartímabilinu þá verði litið svo á að skipulagsbreytingin sé samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að fullnusta skipulagsbreytinguna.
6. Jódísarstaðir L292642 - merkjalýsing - E2509045
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing og umsókn um skráningu nýrra landeignar úr upprunalandinu Jódísarstaðir L292642. Uppdráttur og umsókn send inn af Guðmundi H. Gunnarssyni f.h. landeigenda.
Erindi frestað þar til skipulagsbreyting hefur farið fram. Óskar nefndin eftir að gögn merkjalýsingar og stofnun lóða séu uppfærð til samræmis við breytt skipulag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15