Dagskrá:
1. Bjarg Skógrækt L226582, Bjarg II L228412 og Öngulsstaðir 2 L152863 - E2510019
Unnið er að afmörkun á jörðinni Öngulsstaðir 2. Öngulsstaðir 2 á hlut í óskiptu landi til fjalls ásamt
Öngulsstöðum 1, 3 og Staðarhóli sem ekki er verið að afmarka í þessari merkjalýsingu.
Stækkun á landspildunni Bjargi Skógrækt ásamt uppfærslu á hnitum, stækkunin er úr landi
Öngulsstaða II . Uppfærsla á hnitaskrá á landspildunni Bjargi II út frá betri mæligögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
2. Blöndulína 3 - Breyting á ASK Hörgársveitar - Umsagnarbeiðni vegna auglýsingu tillögu - E2510029
Aðalskipulagsbreytingin kemur til vegna þess að Landsnet óskar eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 en línan mun liggja um Hörgársveit á 43 km löngum kafla.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða skipulagstillögu á aðalskipulagi Hörgársveitar.
3. Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK - E2501006
Fyrir fund liggja uppfærð gögn vegna breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir Brúarland. Málið var síðast tekið fyrir á 438. fundi skipulagsnefndar, en breytingarnar hafa nú verið endurskoðaðar í samræmi við framkomnar ábendingar.
Breytingin felur í sér að hluti íbúðarsvæðis (ÍB15) verði skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ24)
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að vísa framlagðri breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Brúarland til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Að lokinni athugun Skipulagsstofnunar verði tillagan auglýst í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30