Formaður óskar eftir að taka inn á dagskrá fundarliðinn "Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029". Er það samþykkt og verður fimmti liður á dagskrá fundar.
Dagskrá:
1. Rammahluti aðalskipulags 1066/2023 - E2211014
Fyrir fund liggur svar Skipulagsstofnunar við auglýstri tillögu að rammahluta aðalskipulags sem lagt er fram til umræðu og áframhaldandi vinnslu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við skipulagshönnuð, að vinna áfram með málið í samræmi við framkomnar ábendingar Skipulagsstofnunar, með vísan til 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um meðferð aðalskipulags.
2. Jódísarstaðir L202642 - DSK breyting - E2509037
Fyrir fund liggja uppfærð gögn þar sem unnið hefur verið í samræmi við ábendingu sveitarstjórnar frá 9. október 2025 um að tilgreina landnýtingu þess svæðis sem myndast sunnan lóða 7 og 8 að landamerkjum nærliggjandi jarðar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá grenndarkynningu samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. þar sem breyting á skipulagi varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
3. Oddi (áður Espigerði), Birkitröð, Kvos - Breytingartillaga á deiliskipulagi - E1706026
Fyrir fund liggja uppfærð gögn vegna tillögu á deiliskipulagi fyrir Odda (áður Espigerði), Birkitröð og Kvos.
Málið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 6. október 2025 þar sem afgreiðslu var frestað til að bregðast við ábendingum Vegagerðarinnar og skipulagsnefndar um vegtengingar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að senda tillöguna á deiliskipulagi fyrir Odda (áður Espigerði), Birkitröð og Kvos til Skipulagsstofnunar til athugunar, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Kaupangur L152673 og Þórustaði 1 L152845 - Merkjalýsing - Landamerki milli jarðanna - E2511003
Fyrir liggur merkjalýsing unnin af Jón Hlyni Sigurðssyni vegna landamerkja milli jarðanna Kaupangur og Þórustaðir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
5. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Bjarki Ármann Oddsson mætti til fundar undir þessum lið og fór yfir fjárhagsáætlun skipulagsmála. Skipulagsnefnd þakkar yfirferðina og gerir ekki athugasemd við framlagða áætlun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10