Skipulagsnefnd

443. fundur 01. desember 2025 kl. 08:00 - 09:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson var fjarverandi en fundinn sat Guðmundur S. Óskarsson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Formaður óskar eftir að taka inn á dagskrá fundarliðinn "Sölvastaðir Svínabú". Er það samþykkt og verður sjöundi liður á dagskrá fundar.
 
Dagskrá:
 
1. Hótel við skógarböðin - DSK breyting vegna hreinsistöðvar - E2509010
Fyrir fundinum liggur umsókn frá Ómari Ívarssyni, Landslagi ehf, f.h. eigenda, um breytingu á deiliskipulagi fyrir hótel við Skógarböðin vegna staðsetningar hreinsistöðvar. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 11. september 2025 að heimila að hafin verði vinna við skipulagsbreytinguna. Meðfylgjandi eru uppdrættir og greinargerð.
Skipulagsnefnd Frestar málinu og óskar frekari gagna.
 
4. Grund II B, Lnr. 206808 - Umsókn um breytingu á lóðamörkum - Merkjalýsing - E2511032
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni. Afmörkun lóðarinnar Grund II B L206808 og stækkun úr landi Grundar II A L152612.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
5. Brúarland - skráning 3 lóða úr Brúarlandi og merkjalýsing - E2509027
Fyrir fundinum liggur beiðni um skráningu þriggja lóða úr Brúarlandi.
Merkjalýsingin er unnin af Hákoni Jenssyni. Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 6. október 2025 þar sem erindinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við merkjalýsanda. Nú liggja fyrir uppfærð gögn og er erindið tekið fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlögð merkjalýsing verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um undirskrift landeiganda Brúnagerðis 15.
 
6. Jódísarstaðir L292642 - merkjalýsing - E2509045
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing sem áður var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar 6. október 2025 þar sem erindinu var frestað. Nú liggja fyrir uppfærð gögn og er erindið tekið fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
7. Sölvastaðir Svínabú - ósk um heimild til vinnslu á breytingu DSK - E2509030
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Sölvastaða í Eyjafjarðarsveit, unnin af Landslagi ehf. f.h. eiganda. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og aukið byggingarmagn við svínabúið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr sömu laga og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta deiliskipulagsbreytinguna.
 
2. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Austurhlíðarvegar nr. 8498-01 af vegaskrá - E2511028
Fyrir fundinum liggur tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Austurhlíðarvegar nr. 8498-01 af vegaskrá.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð sé athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Austurhlíðarvegar nr. 8498-01 af vegskrá þar sem þar er fyrirtæki í atvinnurekstri sbr. B-lið 3.gr. reglugerðar um héraðsvegi nr. 774/2010.
Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
 
3. Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Öngulsstaðavegar 2 nr. 8448-01 af vegaskrá - E2511027
Fyrir fundinum liggur tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Öngulsstaðavegar 2 nr. 8448-01 af vegaskrá.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð sé athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Öngulsstaðavegar 2 nr. 8448-01 af vegskrá þar sem jörðin er í söluferli og búist sé við að ábúð hefjist aftur á jörðinni.
Þá leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerðar séu alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
Getum við bætt efni síðunnar?