Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri og Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynntu þær breytingar sem gerðar hafa verið á teikningum til að koma móts við óskir skólastjórnenda, sem miða að því að halda einkennum skólans á lofti.
2. Leikskólinn Krummakot - Staða á innra mati og mati á starfsáætlun 2024-2025 og skipulag flutninga í nýtt húsnæði - 2505027
Erindi frestað til næsta fundar.
3. Hrafnagilsskóli - Niðurstöður úr seinni hluta nemendakönnunar Skólapúlsins - 2505028
Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins úr könnun sem lögð var fyrir í apríl. Skólanefnd lýsir ánægju yfir þeirri jákvæðu þróun sem niðurstöður könnunarinnar sýna.
4. Hrafnagilsskóli - Niðurstöður úr starfsmannakönnun Skólapúlsins - 2505029
Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins úr könnun sem lögð var fyrir í mars.
5. Hrafnagilsskóli - Samantekt um niðurstöður á lesfimiprófum - 2505030
Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla og Dagmar Þóra Sævarsdóttir sérkennari kynntu niðurstöður á lesfimiprófum í Hrafnagilsskóla skólaárið 2024-2025.
6. Hrafnagilsskóli - Innra mat 2025 - 2505031
Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla kynnti niðurstöður innra mats skýrslu Hrafnagilsskóla. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með störf gæðaráðs skólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20