Dagskrá:
1. Starf í nýju húsnæði Krummakots - reynsla haustsins - E2510034
Erna Káradóttir skólastjóri Krummakots fór yfir starfssemi Krummakots í nýju húsnæði á haustdögum. Starfssemin hefur farið vel af stað þrátt fyrir smávægileg vandkvæði við hitastillingar og lýsingu. Brýnt er að laga hurðaopnanir og lokun á hliði við útgang sem fyrst. Hljóðvist í húsnæðinu er mjög góð nema í matsal þar sem unnið er að lausn.
2. Leikskólinn Krummakot - Starfsáætlun 2025-2026 - E2510036
Umræður urðu meðal annars um öryggisáætlun skólans, skiptingar á deildir og fjölda barna í skólanum.
Skólanefnd samþykkir starfsáætlun Krummakots 2025-2026.
3. Hugmyndir um sameiginlega skrifstofu- og stoðþjónustu Hrafnagilsskóla og Krummakots - E2510035
Lagt fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Staða fjárhagsáætlunar kynnt.
5. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - E1901017
Farið yfir minnisblað sveitarstjóra um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Hrafnagilsskóla.
6. Hrafnagilsskóli - endurmenntun á starfsdögum í október - E2510037
Ólöf Ása Benediktsdóttir skólastjóri Hrafnagilsskóla fór yfir endurmenntunarferð starfsmanna á starfsdögum í október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00