Dagskrá:
1. Hugmyndir um sameiginlega skrifstofu- og stoðþjónustu Hrafnagilsskóla og Krummakots - E2510035
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta við tveimur 50% stöðugildum sem ætluð eru til að auka stuðning innan skólanna og samstarfsgetu þeirra. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við stjórnendur og í samráði við skólanefnd.
Fyrir fundinum liggja minnisblöð frá stjórnendum leik- og grunnskóla sem rædd voru á fundinum en þar komu fram óskir og áherslur stjórnenda.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt stöðugildi séu að fullu nýtt í stöðu fyrir stoðþjónustu. Ekki er talin þörf á að bæta við hlutfalli í stöðu ritara og mun þessi nálgun því styðja betur við nemendur og samstarfsgetu skólanna.
2. Skólanefnd - Skólabókasafn - E2511036
Skólanefnd bendir á mikilvægi þess að við skólabókasafnið starfi áfram skólasafnkennari. Nú þegar leik- og grunnskóli eru orðnir samtengdir sé mikilvægt að sami aðili haldi utan um báða skólana að þessu leyti.
Ennfremur beinir skólanefnd til sveitarstjórnar að húsnæði bóksafnsins verði þannig úr garði gert að það styðji vel við starfsemi skólabókasafnsins. Það felur í sér að auk nauðsynlegs búnaðar sé auðvelt að loka aðgengi að safninu eftir þörfum og hljóðvist sé góð.
Allar hugmyndir um aðra notkun á bókasafninu mega ekki verða til þess að þrengja að eða rýra notagildi þess fyrir nemendur skólanna á starfstíma þeirra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20