Sveitarstjórn

654. fundur 29. apríl 2025 kl. 08:00 - 09:15 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir var fjarverandi en fundinn sat Guðmundur S Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. 2501006 - Brúarland (ÍB 15) og Brúarland efra svæði (L) (SL), breytingar á skilgreiningu í ASK
Kynning skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingu fyrir Brúarland lauk 3. apríl sl. og bárust 11 erindi á kynningartímabilinu. Nefndin fjallar um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um framhaldið í samræmi við umræður á fundinum.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
2. 2504011 - Landsnet - Kerfisáætlun 2025-2034 - Kynning umhverfismatsskýrslu
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn vegna Kerfisáætlun 2025-2034, nr. 0509/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Umhverfismat áætlana).
 
Kerfisáætlun lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við kerfisáætlun 2025-2034.
 
3. 2504015 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - Óveruleg breyting vegna staðsetningu íbúða eldri borgara
Fyrir sveitarstjórn liggur ósk um deiliskipulagsbreytingu frá Eyjafjarðarsveit í þeim tilgangi að auka sveigjanleika á útfærslu íbúða fyrir eldri íbúa. Gerir núgildandi skipulag ráð fyrir að íbúðirnar verði í viðbyggingu við skólatröð 9-11 en eftir breytingu verði að auki heimilt að útfæra bygginguna sem sjálfstæða einingu. Þá verði heimilt að reisa tengibyggingu eða yfirbyggðan gangstíg milli bygginganna verði það raunin. Áfram verði gert ráð fyrir allt að tólf íbúðum á þremur hæðum með aðkomu frá Hólmatröð (götu E) og einu bílastæði per íbúð. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á aðliggjandi nágranna þar sem hæð húsnæðis og fjöldi íbúða helst óbreytt og er því óskað eftir að farið sé með breytinguna sem óverulega.
 
Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið skipulagsnefndar og telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 enda helst hæð húsnæðis og fjöldi íbúða óbreytt. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi.
 
4. 2008011 - Bakkatröð 52 - Smáhýsi, leyfi fyrir fjarlægðarmörkum
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi sem frestað var á 331. fundi skipulagsnefndar frá 31. ágúst 2020, frá Helga Má Pálssyni, lóðarhafa Bakkatraðar 52, þar sem óskað er samþykkis nágranna vegna smáhýsis sem hann vill byggja 0,5 m frá lóðarmörkum. Í gr. 2.3.5. g í byggingarreglugerð segir að byggja megi smáhýsi allt að 15 fm að stærð í 3,0 m fjarlægð frá lóðarmörkum, en með samþykki nágranna ef smáhýsið stendur nær lóðarmörkum en það. Erindinu fylgir uppdráttur frá Jónasi Vigfússyni dags. 2019-10-26.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málshefjanda verði gert að færa skúrinn þannig að hann sé ekki nær innri brún gangstéttar en 2 metrar.
 
5. 2402011 - Stekkjarhóll lnr 234754 - umsókn um byggingu heilsárshúss 2024
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi vegna íbúðarlóðar í landi Stekkjarhóls. dags. 8. apríl 2025.
Skipulagsnefnd frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um framhaldið í samræmi við umræður á fundinum.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
6. 2503041 - Brúnagerði 15 L208303 - óveruleg breyting á deiliskipulagi v.hreinsivirkis
Fyrir fundinum liggur erindi fyrir hönd lóðarhafa að Brúnagerði 15 L208303, sem frestað var á 429. fundi nefndarinnar þann 7. apríl, þar sem eftir því er leitað að heimilað verði að sett sé niður hreinsivirki innan lóðarinnar þrátt fyrir að skv. gildandi deiliskipulagi sé ætlað að tengja lóðina við sameiginlegt hreinsivirki fyrir skipulagssvæðið.
 
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða sem óverulega deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skal fallið frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr 44.gr sömu skipulagslaga.
 
7. 2504031 - Ályktun aðalfundar
Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands haldinn á Hallormsstað 25. mars 2025.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
8. 2209031 - Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar
Fyrir sveitastjórn liggur til kynningar drög af nýsköpunarstefnu og minnisblað henni tengdri.
 
Lagt fram til kynningar.
 
9. 2404006 - Smámunasafnið - Minjasafnið
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur til lengri tíma við Minjasafnið á Akureyri um rekstur sýningar Smámunasafns Sverris Hermannssonar.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með það að markmiði að gerður verði samningur til lengri tíma við Minjasafnið á Akureyri um rekstur sýningar Smámunasafns Sverris Hermannssonar.
 
10. 2504033 - Undirbúningur fjármögnunar vegna framkvæmda
Skrifstofu- og fjármálastjóri, sveitarstjóri og oddviti hafa átt fundi með fulltrúum fjármálastofnana þar sem farið var yfir möguleika á fjármögnun á framkvæmdum.
Þeir munu upplýsa sveitarstjórn um gang mála, helstu niðurstöður samtalanna og næstu skref.
 
Markmiðið er að tryggja hagkvæma fjármögnun fyrir þær framkvæmdir sem sveitarstjórn hefur samþykkt að fara í.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Fundargerðir til kynningar
11. 2504029 - Stjórnarfundur Embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar SBE - 23. apríl 2025
Fundargerð stjórnarfundar Embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar frá 23. apríl lögð fram til kynningar.
 
Lagt fram til kynningar.
 
12. 2504023 - UMSE - Ársskýrsla 2024
Ársskýrsla UMSE fyrir árið 2024 lögð fram til kynningar.
 
Lagt fram til kynningar.
 
13. 2504008 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 149. fundar skólanefndar
Fundargerð 149. fundar skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
 
Lagt fram til kynningar.
 
14. 2504017 - Óshólmanefnd - fundargerð 22.03.2025
Fundargerð Óshólmanefndar dagsett 22. mars 2025 lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
15. 2504018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 973
Fundargerð 973. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
16. 2504019 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 974
Fundargerð 974. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
17. 2504020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 975
Fundargerð 975. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
18. 2504025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 976
Fundargerð 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
19. 2504024 - SSNE - Fundargerð 72. stjórnarfundar
Fundargerð 72. fundar stjórnar SSNE fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
20. 2504022 - Molta - 115. stjórnarfundur
Fundargerð 115. stjórnarfundar Moltu lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
21. 2504021 - Molta - Aðalfundur 8. apríl 2025
Fundargerð aðalfundar Moltu dagsett 8. apríl 2025 lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
22. 2504026 - HNE - Fundargerð 240
Fundargerð 241. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15
 
Getum við bætt efni síðunnar?