Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2505001 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2024 - Fyrri umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætir Jón Ari Stefánsson frá KPMG og fer yfir reikninginn.
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Jón Ari Stefánsson frá KPMG og fór yfir reikninginn. Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
2. 2504027 - Birkiland 4 L236171 - beiðni um breytingu á hæðarkvóta
Fyrir fundinum liggur erindi frá hönnuði f.h. lóðarhafa að Birkilandi 4, þar sem óskað er eftir breyttum hæðarkvóta á einbýlishúsi sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skal fallið frá grenndarkynningu.
3. 2504028 - Hranastaðir L152652 - umsókn um byggingarreit v. varphænuhúss
Fyrir fundinum liggur erindi frá landeiganda þar sem óskað er eftir leyfi fyrir byggingu varphænuhúss. Erindinu fylgja teikningar frá Balsa ehf teiknistofu dags. 26.03.2025
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir byggingarreit undir fyrirhugað húsnæði.
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimild verði veitt fyrir byggingarreit undir fyrirhugað húsnæði.
4. 2504035 - Víðigerði lóð 2-3 slóð, Víðigerði II lóð 1-4 og Víðgerði II
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, dags. 15.01.2025, þar sem verið er að gera leiðréttingu á lóð sem stofnuð var í kringum slóða að Víðigerði II lóðum 2 og 3, breyting á afmörkun á Víðigerði II lóð 1 ásamt uppfærslu á hnitum á Víðigerði II lóðum 1-4.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
5. 2504040 - Borgarhóll I - umsókn um byggingarreit v. stálgrindarhúss (geymslu)
Fyrir fundinum liggur erindi frá landeiganda að Borgarhóli I þar sem óskað er eftir að reisa stálgrindarhús sem fyrirhugað er að nýta sem skemmu/geymslu. Með erindinu fylgja teikningar frá Ævari Guðmundssyni dags. 24.03.2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
Hermann Ingi Gunnarsson víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
6. 2504041 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi)
Akureyrarbær óskar eftir umsögn vegna tillögu á vinnslustigi vegna breytingu á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og gerði ekki athugasemd við það.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Akureyrarbæjar.
7. 2501006 - Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK
Kynning skipulagslýsingar á aðalskipulagsbreytingu fyrir Brúarland lauk 3. apríl sl. og bárust 11 erindi á kynningartímabilinu.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagshönnuði að leggja fram skipulagstillögu og hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð hennar.
8. 2402011 - Stekkjarhóll lnr 234754 - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi vegna íbúðarlóðar í landi Stekkjarhóls. unnin af Landslagi, dags. 8. apríl 2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
9. 2504044 - Rein III L176551 - grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar, einbýlishús
Fyrir fundinum liggur byggingarleyfisumsókn frá landeiganda, vegna byggingu einbýlishúss á lóðinni Rein III L176551. Þar sem ekkert deiliskipulag er á svæðinu óskar byggingarfulltrúi umfjöllunar skipulagsnefndar og staðfestingar á byggingarreit. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir unnir af M2hús ehf. dags. 4.8.2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum bendir á að þörf sé á deiliskipulagi til að heimila byggingu á reitnum. Þá bendir nefndin á að fyrirhuguð bygging fellur að hluta til utan við landnotkunarreit íbúðarsvæðis ÍB23 í aðalskipulagi og nauðsynlegt sé að aðlaga það í aðalskipulagsferli sveitarfélagsins sem nú er í gangi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag vegna ofangreindra áforma.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
10. 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis (0623/2023)
Fyrir fundinum liggur fyrir minnisblað frá skipulagshönnuði vegna málsmeðferðar deiliskipulags íbúðarbyggðar í Ytri-Varðgjá.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 431. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að ekki verði fallist á athugasemdir skipulagsstofnunar um fjarlægðartakmarkanir frá vegi og eftirfarandi rök verði færð fyrir því:
"Í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði og er sú landnotkun sýnd ofan Veigastaðavegar 20 m frá veginum og því er gert ráð fyrir að íbúðarbyggðin verði mun nær veginum en 100 m.
Fjöldi fordæma eru fyrir staðsetningu íbúðar- og frístundahúsa innan 100 m frá Veigastaðavegi og hefur undanþága fengist frá viðeigandi ráðuneyti í þeim tilfellum. Aðliggjandi íbúðarsvæði t il suðurs (Kotra, samþykkt 2022 og Eyrarland, samþykkt 2023) eru með 7 byggingarreiti fyrir íbúðarhús sem eru staðsettir í 50 m frá Veigastaðavegi. Hús á flestum þessum lóðum eru þegar byggð eða í byggingu. Í deiliskipulagi Kotabyggðar (samþykkt 2013) norðan Ytri-Varðgjár eru 9 byggingarreitir fyrir frístundahús innan 100 m frá Veigastaðavegi og þar af eru 4 hús um 25 m frá veginum. Handan Veigastaðavegar er deiliskipulag frístundabyggðarinnar Vaðlaborgir A en þar eru 6 byggingarreitir frístundahúsa 50-60 m frá veginum.
Til að gæta samræmis eru byggingarreitir íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár staðsettir í 50 m frá Veigastaðavegi vegna fjölda fordæma. Sveitarfélagið telur brotið gegn jafnræðisreglu að heimila landeigenda ekki að nýta sitt land með sama hætti og nærliggjandi landeigendur. Þá verður yfirbragð byggðarinnar heilsteyptara ef samræmi er í fjarlægð húsa frá Veigastaðavegi. Umferð um Veigastaðaveg hefur verið takmörkuð og hraði dreginn niður í 70 km/klst. Skv. auglýstri tillögu að rammahluta aðalskipulags er gert ráð fyrir að hámarkshraði á Veigastaðavegi verði lækkaður enn frekar og dregin niður úr 70 km/klst í 50 km/klst og því eru áhrif á hljóðvist mjög takmörkuð þó byggt verði um 50 m frá veginum.
Í auglýstri tillögu að rammahluta aðalskipulags Vaðlaheiðar er gert ráð fyrir að lágmarksfjarlægð íbúðar- og frístundahúsa frá tengivegunum Knarrarbergsvegi og Veigastaðavegi sé 50 m og er rökstuðningur sá að hraði hafi verið dregin niður á Veigastaðavegi og að umhverfið beri með sér að vera þéttbýl byggð þar sem eðlilegt er að hraði sé takmarkaður.
Í skipulagsreglugerð er kveðið á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Sveitarstjórn telur ekki rétt að takmarka möguleika á uppbyggingu innan 100 m frá Veigastaðavegi á grunni gildandi aðalskipulags.
Í gildandi aðalskipulagi er áhersla lögð á vernd landgæða eða eins og segir: Mikil áhersla er lögð á nauðsyn þess að ræktuðu landi sem og hentugu og vel ræktanlegu landbúnaðarlandi verði ekki ráðstafað undir íbúðarbyggð. Þá ber einnig að varðveita svæði sem hafa mikla sérstöðu vegna náttúru, gróðurs eða dýralífs og við gerð byggingar- og framkvæmdaáætlana skal gefa öllum þeim svæðum gaum sem kunna að hafa varðveislu- og náttúruverndargildi burtséð frá fyrri ákvörðunum.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að land sem nýtt á sem skilvirkastan hátt og að gott ræktarland njóti verndar. Með því að nýta land á belti 100 m - 50 m frá Veigastaðavegi í stað þess að brjóta annað land undir íbúðarbyggð er því verið að koma til móts við ákvæði jarðalaga um vernd ræktarlands og skilmála aðalskipulags."
Þá verði skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins samkvæmt 1. mgr. 42.gr skipulagslaga númer 123/2010.
Sveitarstjórn fellst ekki á athugasemdir skipulagsstofnunar um fjarlægðartakmarkanir frá vegi og hefur fyrir því eftirfarandi rök.
Í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði og er sú landnotkun sýnd ofan Veigastaðavegar 20 m frá veginum og því er gert ráð fyrir að íbúðarbyggðin verði mun nær veginum en 100 m.
Fjöldi fordæma eru fyrir staðsetningu íbúðar- og frístundahúsa innan 100 m frá Veigastaðavegi og hefur undanþága fengist frá viðeigandi ráðuneyti í þeim tilfellum. Aðliggjandi íbúðarsvæði t il suðurs (Kotra, samþykkt 2022 og Eyrarland, samþykkt 2023) eru með 7 byggingarreiti fyrir íbúðarhús sem eru staðsettir í 50 m frá Veigastaðavegi. Hús á flestum þessum lóðum eru þegar byggð eða í byggingu. Í deiliskipulagi Kotabyggðar (samþykkt 2013) norðan Ytri-Varðgjár eru 9 byggingarreitir fyrir frístundahús innan 100 m frá Veigastaðavegi og þar af eru 4 hús um 25 m frá veginum. Handan Veigastaðavegar er deiliskipulag frístundabyggðarinnar Vaðlaborgir A en þar eru 6 byggingarreitir frístundahúsa 50-60 m frá veginum.
Til að gæta samræmis eru byggingarreitir íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár staðsettir í 50 m frá Veigastaðavegi vegna fjölda fordæma. Sveitarfélagið telur brotið gegn jafnræðisreglu að heimila landeigenda ekki að nýta sitt land með sama hætti og nærliggjandi landeigendur. Þá verður yfirbragð byggðarinnar heilsteyptara ef samræmi er í fjarlægð húsa frá Veigastaðavegi. Umferð um Veigastaðaveg hefur verið takmörkuð og hraði dreginn niður í 70 km/klst. Skv. auglýstri tillögu að rammahluta aðalskipulags er gert ráð fyrir að hámarkshraði á Veigastaðavegi verði lækkaður enn frekar og dregin niður úr 70 km/klst í 50 km/klst og því eru áhrif á hljóðvist mjög takmörkuð þó byggt verði um 50 m frá veginum.
Í auglýstri tillögu að rammahluta aðalskipulags Vaðlaheiðar er gert ráð fyrir að lágmarksfjarlægð íbúðar- og frístundahúsa frá tengivegunum Knarrarbergsvegi og Veigastaðavegi sé 50 m og er rökstuðningur sá að hraði hafi verið dregin niður á Veigastaðavegi og að umhverfið beri með sér að vera þéttbýl byggð þar sem eðlilegt er að hraði sé takmarkaður.
Í skipulagsreglugerð er kveðið á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Sveitarstjórn telur ekki rétt að takmarka möguleika á uppbyggingu innan 100 m frá Veigastaðavegi á grunni gildandi aðalskipulags.
Í gildandi aðalskipulagi er áhersla lögð á vernd landgæða eða eins og segir: Mikil áhersla er lögð á nauðsyn þess að ræktuðu landi sem og hentugu og vel ræktanlegu landbúnaðarlandi verði ekki ráðstafað undir íbúðarbyggð. Þá ber einnig að varðveita svæði sem hafa mikla sérstöðu vegna náttúru, gróðurs eða dýralífs og við gerð byggingar- og framkvæmdaáætlana skal gefa öllum þeim svæðum gaum sem kunna að hafa varðveislu- og náttúruverndargildi burtséð frá fyrri ákvörðunum.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að land sem nýtt á sem skilvirkastan hátt og að gott ræktarland njóti verndar. Með því að nýta land á belti 100 m - 50 m frá Veigastaðavegi í stað þess að brjóta annað land undir íbúðarbyggð er því verið að koma til móts við ákvæði jarðalaga um vernd ræktarlands og skilmála aðalskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins samkvæmt 1. mgr. 42.gr skipulagslaga númer 123/2010.
11. 2409016 - Fagrabrekka L237823 - byggingarleyfi einbýlishús
Byggingarfulltrúa hefur borist uppfærð umsókn frá eigendum að lóðinni Fögrubrekku L237823 þar sem sótt er um stækkun á byggingarreit um 14m til austurs. Ekki er deiliskipulag í gildi á svæðinu og því óskar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.
Hákon Bjarki Harðarson víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skal fallið frá grenndarkynningu.
12. 2504037 - Markaðsstofa Norðurlands - Áskorun sveitarfélaga á Norðurlandi til stjórnvalda
Lögð fram drög að áskorun sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna Akureyrarflugvallar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í áskorun/erindi til stjórnvalda vegna framtíðarstefnu og uppbyggingar Akureyrarflugvallar.
13. 2503011 - Þormóðsstaðir
Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hyrdri, mætir á fund sveitarstjórnar til að kynna hugmyndir félagsins á orkuöflun í Eyjafjarðarsveit.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2504036 - Norðurorka - Aðalfundur 9. apríl 2025
Fundargerð aðalfundar Norðurorku haldinn 9. apríl 2025 lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
15. 2504038 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 977
Fundargerð 977. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
16. 2504042 - Norðurorka - Fundargerð 309. fundar
Fundargerð 309. stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
17. 2504043 - Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð stjórnar 17.03.2025
Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dagsett 17. mars 2025 lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
18. 2504006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 430
Fundargerð 430. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
19. 2504008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 431
Fundargerð 431. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
20. 2504005F - Framkvæmdaráð - 159
Fundargerð 159. fundar framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
21. 2504004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 15
Fundargerð 15. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
22. 2504003F - Velferðar- og menningarnefnd - 17
Fundargerð 17. fundar velferðar- og menningarnefndar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00