Sveitarstjórn

656. fundur 22. maí 2025 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. 2504034 - Víðigerði L152821 og Stekkjarhóll L234754 - breyting á afmörkun og merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, dags. 15.01.2025, þar sem verið er að gera breytingu á afmörkun á lóðinni Stekkjarhóll L234754 ásamt merkjalýsingu á milli jarðanna Espihóls, Stekkjarhóls og Víðigerðis.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 432. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
2. 2411007 - Leifsstaðir II L152714 - breyting á aðal- og deiliskipulagi, hótel orlofshús
Kynningartímabili skipulagslýsingar fyrir breytingu á ASK og DSK lauk 28. apríl sl.og bárust 7 erindi á kynningartímabili lýsingarinnar.
 
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 432. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsráðgjöfum að vinna skipulagstillögur áfram í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmda sbr. 1. viðauka laga nr. 111/2021.
 
3. 2505011 - Ölduhverfi L228843, Sveinsbær og Sveinsbær II og III, merkjalýsing M002155
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing þar sem verið er að breyta afmörkun á landspildunni Ölduhverfi og lóðunum Sveinsbæ og Sveinsbæ III ásamt nýrri afmörkun á lóðinni Sveinsbæ II.
 
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 432. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
4. 2402011 - Stekkjarhóll lnr 234754 - nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi vegna íbúðarlóðar í landi Stekkjarhóls. unnin af Landslagi, dags. 8. apríl 2025.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að skipulagslýsingu verði vísað í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Sveitarstjórn frestaði málinu á 655. fundi sínum.
 
Meirihluti sveitarstjórnar hefur við nánari athugun ákveðið að hafna erindinu um nýtt deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðarlóðar á jörðinni Stekkjarhól. Telur meirihluti sveitarstjórnar að fyrirætlunin stríði gegn ákvæðum gildandi aðalskipulags um stofnun nýrra íbúðarsvæða innan sveitarfélagsins.
 
Meirihluti sveitarstjórnar telur að ef breytingin verði heimiluð þá sé hún fordæmisgefandi á þann veg að unnt verði að stofna jarðir undir 30 hekturum og óska eftir nýjum íbúðarsvæðum í framhaldi þrátt fyrir ákvæði aðalskipulags þess efnis að það sé ekki heimilt. Sér meirihluti sveitarstjórnar sér því ekki fært annað en að hafna erindinu.
 
Fulltrúar K-listans vilja að afgreiðsla skipulagsnefndar frá 431. fundi þann 5. maí 2025 sé samþykkt.
 
5. 2504044 - Rein III L176551 - grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar, einbýlishús
Fyrir fundinum liggur byggingarleyfisumsókn frá landeiganda, vegna byggingu einbýlishúss á lóðinni Rein III L176551. Þar sem ekkert deiliskipulag er á svæðinu óskar byggingarfulltrúi umfjöllunar skipulagsnefndar og staðfestingar á byggingarreit. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir unnir af M2hús ehf. dags. 4.8.2025.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 431. fundi sínum bendir á að þörf sé á deiliskipulagi til að heimila byggingu á reitnum. Þá bendir nefndin á að fyrirhuguð bygging fellur að hluta til utan við landnotkunarreit íbúðarsvæðis ÍB23 í aðalskipulagi og nauðsynlegt sé að aðlaga það í aðalskipulagsferli sveitarfélagsins sem nú er í gangi.
 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að vinna deiliskipulag vegna ofangreindra áforma.
 
Sveitarstjórn frestaði erindinu á 655. fundi sveitarstjórnar.
 
Sveitarstjórn frestar erindinu vegna ábendingar skipulagsnefndar um að byggingarreiturinn sé ekki í samræmi við aðalskipulag. Felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
 
6. 2505009 - Framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála
Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 28.janúar sl. þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til reksturs sameiginlegrar skrifstofu um skipulagsmál fyrir sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu og framtíðar svæðisskipulags svæðisins.
 
Í erindinu er spurt:
 
1. Er sveitarfélagið reiðubúið að standa að því með hinum að láta skoða þann kost að setja upp sameiginlega skrifstofu sem sæi um vinnslu skipulags- og byggingarmála fyrir öll sveitarfélögin við Eyjafjörð?
 
2. Hvað telur sveitarfélagið rétt að gera við svæðisskipulagið?
a) Fara í endurskoðun og halda áfram með svipaðu sniði
b) Endurskoða og flétta málefnaflokkum
c) Stækka og taka Þingeyjarsýslur með
d) Leggja svæðisskipulagið niður
 
3. Er sveitarfélagið alfarið á móti einhverjum kosti eða kostum í spurningu 2, þ.e. a, b, c, d?
 
Sveitarstjórn hefur ekki áhuga á að skoða þann kost að vera með sameiginlega skrifstofu sem héldi utan um vinnslu skipulags- og byggingarmála fyrir öll sveitarfélögin við Eyjafjörð. Þá telur sveitarstjórn eðlilegast að svæðisskipulagið haldi áfram en sé endurskoðað og einfaldað þannig að það fjalli í meginatriðum um málaflokka sem tilheyra sameiginlegum grunninnviðum svæðisins. Sveitarstjórn er ekki hlynnt því að svæðisskipulagið sé stækkað og telur ekki æskilegt að leggja það niður.
 
 
 
7. 2505001 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2024 - Seinni umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 lagður fram til síðari umræðu.
 
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2024 var tekinn til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Fyrri umræða fór fram 8. maí 2025. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2024 gekk áfram vel og fjárhagsleg staða þess er sterk. Sveitarstjórn leggur áherslu á að halda áfram að tryggja stöðugleika í rekstri og ábyrga fjármálastjórn til að skapa traustan grundvöll undir áframhaldandi uppbyggingu í sveitarfélaginu.
 
Á árinu 2024 námu rekstrartekjur sveitarfélagsins, A- og B-hluta, 1.798,5 milljónum króna, sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári. Rekstrargjöld voru 1.547 milljónir og rekstrarniðurstaða var jákvæð um 231,6 milljónir króna. Launakostnaður var 882,7 milljónir króna og var hlutfall launa og launatengdra gjalda af tekjum 52,0%. Annar rekstrarkostnaður var 664,2 milljónir króna sem er hækkun um 174,1 milljón króna frá fyrra ára. Þrátt fyrir aukinn kostnað hefur tekjuaukning verið næg til að tryggja áframhaldandi jákvæða afkomu og góða lausafjárstöðu. Veltufé frá rekstri var 276 milljónir eða 15,3% af tekjum og handbært fé í árslok nam 199 milljónum króna.
 
Stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins var til fræðslumála, en útgjöld vegna þessa málaflokks námu 894,6 milljónum króna eða 55,1% af skatttekjum ársins. Það endurspeglar áframhaldandi áherslu á öflugt skólastarf og þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu.
 
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam samtals 1.966 milljónum króna og langtímaskuldir A-hluta eru engar. Langtímaskuldir B-hluta námu 65,1 milljón króna og eru eingöngu tilkomnar vegna leiguíbúða. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er því samkvæmt reglugerð Sambands íslenskra sveitarfélaga 0% en lögbundið hámark er 150%.
 
Sveitarfélagið er í sterkri fjárhagslegri stöðu og vel í stakk búið til að takast á við þau stóru verkefni sem eru nú þegar hafin. Þau fela meðal annars í sér byggingu nýs leikskóla, viðbyggingu við Hrafnagilsskóla og stækkun íþróttamiðstöðvarinnar. Þetta eru mikilvæg framtíðarverkefni sem miða að því að mæta þörfum íbúa sveitarfélagsins og styðja áfram við fjölgun og vöxt í samfélaginu.
 
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með góða niðurstöðu ársreikningsins og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins og stjórnendum fyrir gott starf á árinu sem leið.
 
8. 2503025 - Íbúðir fyrir eldri íbúa
Tillögur KEA af húsnæði hafa verið yfirfarnar af ráðgjöfum Eyjafjarðasveitar og liggja ábendingar þeirra fyrir.
 
Sveitarstjóra og oddvita falið að koma athugasemdum áfram til KEA.
 
9. 2503011 - Þormóðsstaðir
Arctic Hydro hefur kynnt hugmyndir sínar í orkumálum í Eyjafjarðarsveit sem meðal annars felur í sér hugsanlega virkjun í Þormóðsstaðaá.
 
Félagið óskar eftir því að hefja formlegar viðræður við Eyjafjarðarsveit um leigu á landnotum og vatnsréttindum sem tilheyra Þormóðsstöðum.
 
Sveitarstjórn samþykkir að hefja formlegar viðræður við Arctic Hydro um leigu á landnotum og vatnsréttindum í landi Þormóðsstaða. Sveitarstjórn leggur áherslu á að samkomulag við aðliggjandi landeigendur um hlutaskipti í samningum um vatnsréttindi liggi fyrir áður en samningar við Arctic Hydro fari fram og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
 
10. 2505007 - UMFÍ - Landsmót 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit 2026
Landsmót 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit 2026 verður haldið í Eyjafjarðarsveit dagana 26.-28. júní.
 
Sveitarstjóri fer yfir málið en búið er að taka frá aðstöðu í Laugarborg, fundarrými og matsal. Þá er búið að bóka íþróttasvæðið undir mótið og taka frá tjaldsvæðið fyrir viðburðinn.
 
11. 2505008 - Syndis öryggisvöktun
Lagður fram rammasamningur við sveitarfélög vegna öryggisvöktunar.
 
Sveitarstjórn tekur vel í erindið en óskar eftir samantekt á núverandi stöðu.
 
12. 2503011 - Þormóðsstaðir
Fyrir fundinum liggur samantekt og tillaga frá Land- og Skóg að skógræktarsvæðinu á Þormóðsstöðum.
Framkvæmdaráð ræddi málið á 160. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að farið verði í að minnka samningssvæðið samkvæmt tillögu Lands- og skógar og svæðið verði girt með fjárheldri girðingu í samræmi við það.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í að minnka samningssvæðið samkvæmt tillögu Lands- og skógar og svæðið verði girt með fjárheldri girðingu í samræmi við það. Sveitarstjóra falið að áætla kostnað við girðingarvinnu fyrir næsta fund sveitarstjórnar og vinna málið áfram með Land- og skóg.
 
13. 2405037 - Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1
Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að hönnun samgöngumannvirkis meðfram Eyjafjarðarbraut eystri frá þjóðvegi 1 að Knarrarbergsvegi.
 
Framkævmdaráð tók málið til umræðu á 160. fundi sínum og óskaði eftir að málinu sé vísað til skipulagsnefndar og að hönnuði verði falið að eiga samtal við landeigendur miðað við fyrirliggjandi drög
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa málinu til skipulagsnefndar. Þá óskar sveitarstjórn eftir skipulagi Skógræktarfélags Eyjafjarðar á stígagerð í Vaðlareitnum og að hönnuði verði jafnframt falið að eiga samtal við landeigendur miðað við fyrirliggjandi drög.
 
Fundargerðir til kynningar
14. 2503031 - Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra 2025
Lögð fram til kynningar þinggerð ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra 2025.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
15. 2401020 - Norðurorka - Fundargerð 294. fundar
Fundargerð 294. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
16. 2505015 - SSNE - Fundargerð 73. stjórnarfundar
Fundargerð 73. stjórnarfundar SSNE lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
17. 2505002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 978
Fundargerð 978. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
18. 2504008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 431
Fundargerð 431. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
19. 2504005F - Framkvæmdaráð - 159
Fundargerð 159. fundar framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
20. 2504003F - Velferðar- og menningarnefnd - 17
Fundargerð 17. fundar velferðar- og menningarnefndar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
 
21. 2504004F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 15
Fundargerð 15. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
 
22. 2504006F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 430
Fundargerð 430. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
23. 2505002F - Framkvæmdaráð - 160
Fundargerð 160. fundar framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn ræðir fundarliði númer 2 og 3 í fundargerði framkvæmdaráðs undir fundarlið 22 og 23 á dagskrá sveitarstjórnar. Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?