Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2505026 - Leifsstaðir land L152708 - Beiðni um breytt staðfang
Eigendur Leifsstaða land L152708 óska eftir að staðfangi verið breytt í Leifstaðabrúnir 25.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 433. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og fela skipulagsfulltrúa að fullnusta breytinguna.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta breytinguna. Eigendum á svæðinu er þó bent á að þörf er á að endurskoða staðföng út frá nýrri reglugerð fyrir götuna í heild áður en langt um líður.
2. 2505033 - Hólmatröð 3 - beiðni um breytt deiliskipulag, aukið byggingarmagn
Byggingarfulltrúi hefur óskað umsagnar vegna byggingaáforma þar sem byggingarmagn á lóðinni er aukið miðað við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 433. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr 44.gr sömu skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr 44.gr sömu skipulagslaga.
3. 2505032 - Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 - Kynning tillögu á vinnslustigi
Svalbarðsstrandarhreppur hefur óskað eftir umsögn Eyjafjarðarsveitar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, nr. 0123/2024: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag).
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 433. fundi sínum og gerði ekki athugasemd við endurskoðunina.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi vegna endurskoðunar aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.
4. 2501006 - Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK
Tekið fyrir að nýju erindi vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi við Leifsstaðabrúnir. Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi frá Landslagi ehf dags. 23. maí s.l.
Erindið var síðast á dagskrá 655. fundar sveitarstjórnar þann 8.maí 2025 þar sem samþykkt var að fela skipulagshönnuði að leggja fram skipulagstillögu og hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð hennar.
Einnig liggur fyrir sveitarstjórn breyting á greinargerð deiliskipulags svæðisins í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi, unnið af Kollgátu dags. 19.05.2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 433. fundi sínum og lagði til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr og 4. mgr. 40. gr. að undangengnum breytingum sem fram komu á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2504007 - Norðurþing - fundarbókun 13.03.2025 Erindi varðandi náttúruvernd í Norðurþingi
Byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar.
Sveitarstjórn þakkar innsent erindi en mun halda áfram að sinna málaflokknum innan eigin nefndar.
6. 2505025 - Hestamannafélagið Funi - Beiðni um auka fjárframlag
Bréf frá Hestamannafélaginu Funa til sveitarstjórnar dagssett 27. maí 2025.
Sveitarstjórn óskar eftir frekari gögnum vegna umsókna Hestamannafélagsins Funa um fjárframlag vegna endurbyggingar á heimreið og endurnýjunar á fráveitu og tekur málið aftur fyrir á næsta fundi.
7. 2405022 - Umferðaröryggisáætlun 2024
Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur unnið drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun 2025. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að uppfærð drög þar sem horft hefur verið til ábendinga og annarra atriða verði samþykkt og umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 gefin út.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kynna drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar með áorðnum breytingum fyrir íbúum sveitarfélagsins sem þá hafi færi á að koma með ábendingar við drögin.
Áætlunin verður tekin aftur fyrir á næsta fundi.
8. 2209031 - Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar
Atvinnu- og umhverfisnefnd hefur unnið drög að Nýsköpunarstefnu fyrir Eyjafjarðarsveit.
Leggur nefndin til við sveitarstjórn að fram lögð Nýsköpunarstefna verði samþykkt og að hafist verði handa við að innleiða hana í stjórnsýsluna. Þá verði tekið tillit til stefnunnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn þakkar störf nefndarinnar í vinnu við gerð nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða Nýsköpunarstefnu Eyjafjarðarsveitar og að hafist verði handa við að innleiða hana í stjórnsýsluna. Þá verður tekið tillit til stefnunnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
9. 2505020 - Styrkbeiðni Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar leitaði til Atvinnu- og umhverfisnefndar eftir stuðning þess efnis að sveitarfélagið tæki þátt í ferðamálaráðstefnunni Vestnorden 2025 á Akureyri.
Nefndin samþykkti á 16. fundi sínum að ráðstafa 373.000kr.- af fjárhagsramma sínum til að standa straum af kostnaði við þátttöku á ráðstefnunni. Leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að sækja ferðaráðstefnu Vestnorden á Akureyri fyrir hönd sveitarfélagsins og þeirra þjónustuaðila sem hér starfa.
10. 2409008 - SSNE - Ósk um samstarf sveitarfélaga vegna RECET verkefnisins
Fyrir fundinum liggur samantekt yfir þær aðgerðir sem þátttakendur drógu fram á vinnustofu RECET sem mikilvægar fyrir Eyjafjarðarsveit að hrinda í framkvæmd og fundargerð með öllum hugmyndum og umræðum sem komu fram á vinnustofunum.
Atvinnu- og umhverfisnefnd tók erindið fyrir á 16. fundi sínum og leggur til við sveitarstjórn að bendingum varðandi aðgerðir í orkuskiptum sé vísað til afgreiðslu framkvæmdaráðs og horft verði til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til framkvæmdaráðs.
Fundargerðir til kynningar
11. 2505018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 979
Fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
12. 2505022 - Norðurorka - Fundargerð 310. fundar
Fundargerð 310. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
13. 2505003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 432
Fundargerð 432. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
14. 2505005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 433
Fundargerð 433. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
15. 2505007F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 49
Fundargerð 49. fundar fjallskilanefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
16. 2505006F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 279
Fundargerð 279. fundar skólanefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn óskar eftir að fá kynningu frá skólastjórnendum á niðurstöðum kannanna Skólapúlsins á næsta fundi.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
17. 2502007F - Framkvæmdaráð - 158
Fundargerð 158. fundar framkvæmdaráðs Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn stefnir á vettvangsferð að Þormóðsstöðum þann 26.júní.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
18. 2505008F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 16
Fundargerð 16. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40