Sveitarstjórn

661. fundur 11. september 2025 kl. 08:00 - 09:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. E2508021 - Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - Auglýsing tillögu
Akureyrarbær Óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar vegna breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, nr. 1317/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi).
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum og gerði ekki athugasemd við tillöguna.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu Akureyrarbæjar að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, nr. 1317/2024.
 
2. E2508005 - Skáldsstaðir 3 L232130 - Frístundarhús - Skipulagsmál
Fyrir fundi liggur umsókn frá Kolbrúnu Elfarsdóttur þar sem hún sækir um leyfi fyrir frístudahúsi á lóðinni Skáldsstaðir 3, Eyjafjarðarsveit.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Emil Þór Guðmundssyni ásamt umsögn veðurstofu.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum.
Lagði hún til við sveitarstjórn að að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
3. E2509010 - Hótel við skógarböðin - Fyrirspurn varðandi staðsetningu hreinsistöðvar
Fyrir fundi liggur fyrirspurn frá eigendum Skógarbaðanna þar sem þau vilja kanna hug Sveitafélagsins á breyttri staðsetningu hreinsistöðvar fyrir hótelið og skógarböðin.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum.
Leggur nefndin til við sveitarstjórn að heimilað verði að fara af stað með skipulagsbreytingu vegna nýrrar staðsetningar á hreinsivirki.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimilað verði að fara af stað með skipulagsbreytingu vegna nýrrar staðsetningar á hreinsivirki. Sveitarstjórn leggur áherslu á að rökstuðningur fylgi staðarvali.
 
4. E2509012 - Ytri-Varðgjá - Umsókn um Deiliskipulagsbreytingu
Fyrir fundi liggur beiðni frá Landslag ehf. f.h eigenda Ytri-Varðgjár þar sem óskað er
eftir heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Ytri-Varðgjá sem öðlaðist gildi 3. júlí 2025.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafna tilfærslu hreinsistöðvar þar sem því var hafnað á fyrra stigi skipulagsferlis. Þó verði heimilt að fara í vinnu við óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Ytri-Varðgjá vegna áfangaskiptingar.
 
Til samræmis við afgreiðslur á fyrra stigi skipulagsferlis þá hafnar sveitarstjórn tilfærslu hreinsistöðvarinnar samkvæmt beiðninni.
Sveitarstjórn samþykkir þó samhljóða að heimila vinnu við óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Ytri-Varðgjá vegna áfangaskiptingar.
 
5. E2411042 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - Laugartröð 4
Umræðum um skipulag á lóðinni að Laugartröð 4 var frestað í deiliskipulagsferli Hrafnagilshverfis þar sem ekki náðist samkomulag um nýtingu hennar. Með flutningi leikskólans í nýtt húsnæði er kominn tími til að endurskoða deiliskipulagið og skilgreina framtíðarhlutverk lóðarinnar.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum.
Nefndin lagði til við sveitarstjórn að í núverandi endurskoðun á aðalskipulagi verði reiturinn endurskilgreindur. Þannig fái hann að hluta skilgreiningu opins svæðis og að hluta skilgreiningu samfélagsþjónustu.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagsreitur gamla leikskólans verði endurskilgreindur með það fyrir sjónum að halda honum í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og felur vinnuhópi um endurskoðun aðalskipulags að horfa til þess við áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að kalla eftir ástandsskýrslu yfir fasteignina.
 
6. E2509015 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - Óveruleg breyting vegna lóðar að Skólatröð 13
Fyrir fundinum liggur ósk um deiliskipulagsbreytingu frá Eyjafjarðarsveit í þeim tilgangi að minnka lóð sveitarfélagsins að Skólatröð 13. Við breytinguna er gert ráð fyrir að lagnir svæðisins sem áður voru innan lóðar séu fyrir utan lóð.
Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á aðliggjandi nágranna þar sem lóðin og svæðið umlyggjandi hana á umræddu svæði sem breytingin nær til er í eigu sveitarfélagsins sjálfs.
Óskað er að farið verði með málið sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 437. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn telur einsýnt að áformin skerði í engu hagsmuni nágranna sbr. gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 enda sé lóðin og aðliggjandi land sem breytingin nær til í eigu sveitarfélagsins sjálfs.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða sem óverulegt frávik frá deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta skipulagið.
 
7. E2508026 - SSNE - Kjördæmavika, fundur með þingmönnum
Fundur með þingmönnum kjördæmisins fer fram þriðjudaginn 30.september á Akureyri.
 
Sveitarstjórn ræðir þær áherslur sem hún vill að komi fram á fundi með þingmönnum.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að kalla eftir afstöðu þingmanna varðandi atvinnumál á Norðausturlandi.
 
8. E2505007 - UMFÍ - Landsmót 50 ára og eldri í Eyjafjarðarsveit 2026
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að samning vegna Landsmóts UMFÍ 50 sem fram fer í Hrafnagilshverfi árið 2026.
Í samningnum er gengið er út frá því að Eyjafjarðarsveit leggi til mannvirki og aðstöðu, UMFÍ beri ábyrgð á innihaldi mótsins og UMSE sjái um framkvæmd mótsins.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar.
 
9. E2509007 - Hrafnagilsskóli - Matsferill MMS
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samræmd stöðupróf í lesskilningi og stærðfræði verði lögð fyrir nemendur í 4. - 10. bekk á þessu skólaári. Enda þótt einungis sé skylda að leggja prófin fyrir í 4. 6. og 9. bekk, telur skólanefnd mikilvægt að fá upplýsingar um stöðu annarra árganga einnig, þar sem samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir nemendur síðan árið 2021. Með því er fyrr hægt að bregðast við niðurstöðum og stöðu einstakra nemenda heldur en annars yrði.
 
Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið skólanefndar um mikilvægi þess að árangur nemenda sé reglulega mældur á samræmdan hátt svo unnt sé að styðja við nemendur á sem bestan máta og efla kennslu þar sem þörf er á.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samræmd stöðupróf í lesskilningi og stærðfræði verði lögð fyrir nemendur í 4. - 10. bekk á þessu skólaári.
 
10. E2509005 - HÍ - Fyrirlögn á nýju vitsmunaþroskaprófi í völdum leik- og grunnskólum
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að þátttaka í stöðlun á íslenskri útgáfu vitsmunaþroskaprófs Woodcock-Johnson verði samþykkt.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leik- og grunnskóli taki þátt í stöðlun á íslenskri útgáfu vitsmunaþroskaprófs Woodcock-Johnson.
 
11. E1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Í ljósi þess að næsti áfangi við framkvæmdir Hrafnagilsskóla munu fara fram á jarðhæð en ekki efri hæð eins og fyrirhugað var hefur sveitarstjóri lagst í greiningu á því hvernig unnt sé að framkvæma verkið með sem minnstu raski á starfsemina.
Ítarleg vinna hefur leitt af sér tvær tillögur.
A) Röð framkvæmda sem gerir að verkum að núverandi skipulag innviða heldur sér.
B) Endurskipulag á rými sem mun leiða af sér enn minna rask á núverandi rými og starfsemi. Skipulagið bætir flæði og starfsaðstöðu og tengir inngang bókasafns/upplýsingavers og inngang íþróttamiðstöðvar.
Framkvæmdaráð tók málið fyrir á 161. og 162. fundi sínum þar sem hún lagði til við sveitarstjórn að farið verði í að aðlaga rými að fyrirliggjandi tillögum og sveitarstjóra verði falið að vinna það áfram með arkitektum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þær breytingar sem lagðar eru til enda telur sveitarstjórn að sýnt hafi verið fram á að breytingin hafi í för með sér mikið hagræði fyrir starfsemina bæði meðan á framkvæmdum stendur sem og að loknum framkvæmdum.
Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað varðandi kostnað á heildabreytingu neðri hæðar.
 
Fundargerðir til kynningar
12. E2508027 - Norðurorka - Fundargerð 312. fundar
Fundargerð 312. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
13. E2509013 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 983
Fundargerð 98. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
14. 2509003F - Framkvæmdaráð - 161
Fundargerð 161. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
15. 2509002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 437
Fundargerð 437. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
 
Varðandi 4. lið fundargerðar, Ytri-Varðgjá umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð, þá bendir sveitarstjórn á að útgáfa framkvæmdaleyfis geti einungis tekið til svæðis innan fyrsta áfanga skipulagsins.
Annað í fundargerð gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
16. 2509005F - Framkvæmdaráð - 162
Fundargerð 162. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
17. 2508009F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 280
Fundargerð 280. fundar skólanefndar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með stöðu á innra mati leikskólans Krummakots frá síðasta skólaári og upplifun leikskólastjóra á flutningi yfir í nýja aðstöðu.
Sveitarstjórn tekur undir með skólanefnd og lýsir mikilli ánægju með bundna valið á unglingastigi. Með valinu er mikilvægt skref tekið í átt að markmiðum skólastefnunar þar sem lögð var áhersla á að efla tengsl námsins við vinnumarkaðinn.
 
Fundarliður 5, Matsferill MMS, tekinn fyrir í dakgskrárlið 9 á fundi sveitarstjórnar.
Fundarliður 8, HÍ - fyrirlögn á nýju vitsmunaþriskaprófi, tekinn fyrir í dagskrárlið 10 á fundi sveitarstjórnar.
 
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
 
Getum við bætt efni síðunnar?