Sveitarstjórn

662. fundur 25. september 2025 kl. 08:00 - 10:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir var fjarverandi fundinn sat Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. E2508019 - Héraðsreiðleið RH7 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Fyrir fundi liggur ósk Reiðveganefndar hestamannafélagsins Funa eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið um Brúnir.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 436., 437. og 438. fundi sínum þar sem orðið hafði verið við ósk landeiganda að Brúnum að kanna hliðrun á legu reiðleiðarinnar yfir á aðliggjandi landareign að hluta. Ekki fékst heimild aðliggjandi landeiganda til þess og telur skipulagsnefnd því fullreynt að fara aðrar leiðir. Leggur skipulagsnefnd því til við sveitarstjórn að umsókn Reiðveganefndar hestamannafélagsins Funa um framkvæmdaleyfi fyrir héraðsreiðleið RH7 um land Brúna verði samþykkt samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og kvöð á jörðinni. Vestast liggi reiðleiðin út fyrir land Brúna inn á land í eigu kirkjunnar.
Berglind Kristinsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
 
Sveitarstjórn þakkar skipulagsnefnd ítarlega vinnu við málið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að framkvæmdaleyfi verði gefið út fyrir lagningu héraðsleiðar RH7 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og hnitsettri kvöð sem á jörðinni Brúnum hvílir. Kvöðinni sleppir nyrst og vestast á landareigninni Brúnum og liggur fyrir samþykki aðliggjandi landeiganda þess efnis að leggja megi reiðleiðina um Syðra-Laugaland næst Miðbraut en ítrekun þess efnis að óheimilt sé að fara inn á tún jarðarinnar. Telst því fullreynt að hliðra reiðleiðinni út fyrir fyrirliggjandi kvöð.
Til samræmis við fyrri afgreiðslu þá leggur sveitarstjórn áherslu á að í framkvæmdaleyfinu komi fram að þess verði gætt að beitarnýting landeiganda raskist ekki utan reiðvegar á framkvæmdatímanum.
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við afgreiðslu þessa.
 
2. E2012011 - Öngulsstaðir 4
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni f.h landeigenda Öngulsstaða IV og Öngulsstaða 2. Merkjalýsingin varðar stækkun á lóðinni Öngulsstaðir IV L194461.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
3. E2509016 - Festarklettur landamerki, Knarrarberg og Arnarholt lóðir - Merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni fyrir Festarklett, Knarrarberg og Arnarholt L152674.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
4. E2509017 - Kaupangur L152673 afmörkun lóðar - Merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni sem varðar Kaupang L152673.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn stofnun lóðarinnar í samræmi við merkjalýsinguna og fyrri umsókn og að hún fái nafnið Hannesarholt.
Vakin er athygli á að samkvæmt aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar fylgir ekki byggingarréttur íbúðar- eða frístundarhúsnæðis með stofnun lóðarinnar.
 
5. E2509018 - Hvammur 3 - Stofnun lóðar úr landi Hvamms L152657
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af VERKÍS. Tilurð merkjalýsingarinnar er stofnun nýrrar lóðar úr upprunalandinu Hvammur L152657 utan um útihús sem þar standa. Sótt er um að lóðin fái nafnið Hvammur 3.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn stofnun lóðarinnar í samræmi við merkjalýsinguna og að lóðin hljóti nafnið Hvammur 3.
Vakin er athygli á að samkvæmt aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar fylgir ekki byggingarréttur íbúðar- eða frístundarhúsnæðis með stofnun lóðarinnar.
 
6. E2509019 - Bogalda og Miðalda - Stofnun 33 lóða og merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur umsókn um stofnun 33 lóða ásamt merkjalýsingu þeirra í landi Ölduhverfis L228843 og Kropps L152699. Merkjalýsingin er unnin af VERKÍS.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn stofnun lóðanna í samræmi við deilskipulag svæðisins.
 
7. E2509021 - Þórustaðir 7 L190539 og Þórustaðir 2 land L190538 - Merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni, þar sem lóðarmörk Þórustaða 7 og 2 eru afmörkuð og stækkuð. Helgi Örlygsson sendir inn erindið.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
8. E2509025 - Breiðablik L178246 - Merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing fyrir Breiðablik L178246. Merkjalýsingin er unnin af Jóni Hlyn Sigurðssyni.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
9. E2411037 - Melgerðismelar - L219983 Deiliskipulag - Flugslóð
Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing Melgerðismela. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar 23. júní s.l. þar sem samþykkt var að skipulagslýsing yrði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var kynnt til og með 13. ágúst - 10. september 2025.
Sjö athugasemdir bárust við lýsinguna sem nýttar verða við mótun deiliskipulagstillögu.
 
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum sem bárust við skipulagslýsingu á skipulagsráðgjafa og að unnið verði áfram að tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að í skipulagsferlinu verði öðrum landeigendum á svæðinu gert sérstaklega viðvart um að skipulagsferli sé í gangi sem varðað geti eign þeirra.
 
10. E2509030 - Sölvastaðir Svínabú - ósk um heimild til vinnslu á breytingu DSK
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sölvastöðum ehf. þar sem óskað er eftir heimild til þess að vinna breytingu á deiliskipulagi. Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. vann og sendir inn erindið f.h. eigenda.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umsækjanda verði heimilað að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi svínabús í landi Sölvastaða í Eyjafjarðarsveit. Breytingin feli í sér að auka heimilt byggingarmagn um allt að 1.800 fermetra vegna vélageymslu, lagers og fráfæruklefa í eldisgrísahúsi. Ekki er gert ráð fyrir að skipulagsbreytingin muni hafa í för með sér aukinn fjölda grísa (30 kg->), sem ennþá verður 2.400.
 
11. E2509022 - Náttúruhamfaratrygging Íslands - Erindi er varðar 16. gr. laga nr. 55 árið 1992
Lagt er fram til kynningar erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands þar undirstrikað er fyrir sveitarfélögum "að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð viðkomandi skipulagsyfirvalda og þeirra aðila sem velja að byggja og reka mannvirki á slíkum stöðum. Kaupendur húseigna geta ekki gengið út frá því sem vísu að tjónabætur verði greiddar þegar þeir kaupa eignir sem byggðar eru á svæðum þar sem hættan er fyrir fram þekkt eða endurtekin. Ábyrgð skipulagsyfirvalda er því mikil og hefur stjórn NTÍ falið undirritaðri að vekja sérstaka athygli sveitarfélaga á henni".
 
Lagt fram til kynningar.
 
12. E2509024 - SSNE - Þátttaka í Farsældarráði Norðurlands eystra
Stefnt er að stofnun farsældarráðs í október eða nóvember þar sem sveitarfélögin skrifa undir samstarfssamninginn og aðrir þjónustuaðilar skrifa undir viljayfirlýsingu á þátttöku í ráðinu.
 
Fyrir sveitarstjórn liggja skjöl frá SSNE til umfjöllunar og samþykktar sem hluti af stofnun svæðisbundins farsældarráðs Norðurlands eystra, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann í ráðið, sbr. 2. gr. samstarfssamnings og starfsreglur ráðsins. Æskilegt er að fulltrúar séu stjórnendur sem eru með góða tengingu við stjórnsýslu og nefndir sveitarfélagsins ásamt því að þeir komi frá sviði velferðar- og/eða fræðslumála, enda gegnir ráðið lykilhlutverki í stefnumótun, samhæfingu og forgangsröðun aðgerða um farsæld barna í landshlutanum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða starfsreglur Farsældarráðs Norðurlands eystra, skipurit Farsældarráðs Norðurlands eystra og samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð Norðurlands eystra.
Skipun fulltrúa frestað.
Sveitarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir velferðar- og menningarnefnd og skólanefnd.
 
13. E2509026 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 og 2027-2029 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk minnisblaðs skrifstofu- og fjármálastjóra vegna fasteignagjalda.
 
Lagt fram til kynningar.
 
14. E2501006 - Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK
Tekin fyrir að nýju vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018 - 2030 vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi við Leifsstaðabrúnir.
 
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 438. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma umsögnum sem bárust við vinnslutillögu á skipulagsráðgjafa og að áfram verði unnið að tillögum að breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæðið.
 
Fundargerðir til kynningar
15. 2509007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 438
Fundargerð 438. fundar skipulagsnefndar Eyafjarðarsveitar lög fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
16. E2509028 - SSNE - Fundargerð 75. stjórnarfundar
Fundargerð 75. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
17. E2509031 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 984
Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
18. E2509038 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 151. fundar skólanefndar
Fundargerð 151. fundar skólanefndar Tónlistaskóla Eyjafjarðar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn óskar eftir að fá upplýsingar frá skólastjórnendum þegar greining liggur fyrir á samdrætti í aðsókn að tónlistakennslu í Eyjafjarðarsveit.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
19. E2509039 - HNE - Fundargerð 243
Fundargerð 243. fundar HNE lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?