Sveitarstjórn

663. fundur 09. október 2025 kl. 08:00 - 09:40 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir var fjarverandi en fundinn sat Hákon Bjarki Harðarson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. E2509040 - Aðalskipulag Þingeyjarsveitar - Umsagnarbeiðni auglýsingu tillögu
Unnið er nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Sameiningin átti sér stað árið 2022 og í nýju aðalskipulagi er samræmd stefna landnotkunar fyrir landsvæði sem nær yfir 12% af Íslandi.
Þingeyjarsveit hefur óskað eftir umsögn þinni við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 0881/2023: Auglýsing tillögu (Nýtt aðalskipulag)
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 439. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar, nr. 0881/2023.
 
2. E2509011 - Ytri-Varðgjá - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð
Fyrir fundinum liggur beiðni landeigenda Ytri-Varðgjá um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar. Meðfylgjandi eru uppfærðir upprættir eftir Helga Má Pálsson frá Eflu.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 439. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga gatnagerðar í Ytri-Varðgjá samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
 
3. E2509037 - Jódísarstaðir L202642 - DSK breyting
Fyrir fundinum liggur umsókn um deiliskipulagsbreytingu í landi Jódísarstaða þar sem áður samþykkt vegtenging er felld út og mörkum nærliggjandi lóða er breytt í samræmi.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 439. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn óskar eftir að fram komi á skipulaginu hver landnýting þess svæðis verði sem myndast sunnan lóða 7 og 8 að landamerkjum nærliggjandi jarðar.
Afgreiðslu frestað.
 
4. E2508007 - Lena Tómasdóttir - Umsókn um leyfi til búfjárhalds
Lena Tómasdóttir óskar leyfis til að halda 10-15 kindur og 3-5 geitur að Möðrufelli. Á jörðinni er lítið fjárhús sem nýtt verður fyrir dýrin.
Atvinnu- og umhverfisnefnd tók erindið fyrir á 17. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að umsækjanda verði heimilað búfjárhald fyrir allt að 10-15 kindur og 3-5 geitur að Möðrufelli í samræmi við umsóknina og samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðasveit.
 
5. E2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Tillaga hefur borist um skipun í ungmennaráð.
Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson og Hákon Bjarki Harðarson víkja af fundi undir þessum lið.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir liggjandi tillögu og skipar eftirfarandi aðila í ungmennaráð:
 
Aðalfulltrúar:
Haukur Skúli Óttarsson
Kristín Harpa Friðriksdóttir
Halldór Ingi Guðmundsson
Ragnheiður Birta Dýradóttir
Halldóra Brá Hákonardóttir
 
Varafulltrúi:
Fannar Nói Fannarsson
 
6. E2509026 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029
Umræður um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029.
 
Sveitarstjórn ræðir áherslur í fjárhagsáætlun.
 
7. E2509043 - Beiðni um endurupptöku og endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á erindi vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir Stekkjarhól
Beiðni um endurupptöku og endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á erindi vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir Stekkjarhól.
 
Afgreiðslu frestað.
 
Fundargerðir til kynningar
8. E2509046 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 985
Lögð fram til kynningar fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
9. E2510001 - Norðurorka - Fundargerð 314. fundar
Lögð fram til kynningar fundargerð 314. fundar stjórnar Norðurorku.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
10. E2510002 - SSNE - Fundargerð 76. stjórnarfundar
Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar SSNE.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
11. 2509014F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 439
Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
12. 2509008F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 17
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40
 
 
Getum við bætt efni síðunnar?