Sveitarstjórn

665. fundur 06. nóvember 2025 kl. 08:00 - 10:10 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir var fjarverandi en fundinn sat Guðmundur S Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir var fjarverandi en fundinn sat Sóley Kjerúlf Svansdóttir
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. E2510019 - Bjarg Skógrækt L226582, Bjarg II L228412 og Öngulsstaðir 2 L152863
Unnið er að afmörkun á jörðinni Öngulsstaðir 2. Öngulsstaðir 2 á hlut í óskiptu landi til fjalls ásamt Öngulsstöðum 1, 3 og Staðarhóli sem ekki er verið að afmarka í þessari merkjalýsingu. Stækkun á landspildunni Bjargi Skógrækt ásamt uppfærslu á hnitum, stækkunin er úr landi Öngulsstaða II. Uppfærsla á hnitaskrá á landspildunni Bjargi II út frá betri mæligögnum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana samhljóða á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
2. E2510029 - Blöndulína 3 - Breyting á ASK Hörgársveitar - Umsagnarbeiðni vegna auglýsingu tillögu
Aðalskipulagsbreytingin kemur til vegna þess að Landsnet óskar eftir því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 en línan mun liggja um Hörgársveit á 43 km löngum kafla.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu á aðalskipulagi Hörgársveitar.
 
3. E2501006 - Brúarland (ÍB 15) - breytingar á skilgreiningu í ASK og greinargerð DSK
Fyrir fund liggja uppfærð gögn vegna breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir Brúarland. Málið var síðast tekið fyrir á 438. fundi skipulagsnefndar, en breytingarnar hafa nú verið endurskoðaðar í samræmi við framkomnar ábendingar.
Breytingin felur í sér að hluti íbúðarsvæðis (ÍB15) verði skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ24).
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa framlagðri breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir Brúarland til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Ef engar athugasemdir berast frá Skipulagsstofnun verði tillagan auglýst í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
4. E2511001 - Molta - Kynning á nýrri gjaldskrá frá 1. janúar 2026
Erindi frá Moltu ehf. varðandi breytingar á gjaldskrá og skilmálum félagsins sem taka gildi 1. janúar 2026.
 
Lagt fram til kynningar.
 
5. E2510018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Samantekt vinnustofu um lögheimili í frístundabyggð
Lagt fram til kynningar minnisblað um niðurstöðu vinnustofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um lögheimili í frístundabyggð.
 
Lagt fram til kynningar.
 
6. E2510032 - Markaðsstofa Norðurlands - Óskað eftir stuðningi við Flugklasann Air 66N árið 2026
Erindi til sveitarstjórnar frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áframhaldandi stuðning við flugklasann að upphæð 500 kr. á hvern íbúa fyrir árið 2026.
Eyjafjarðarsveit hvetur jafnframt önnur sveitarfélög á Norðurlandi til að standa saman um stuðning við Flugklasann og þá mikilvægu uppbyggingu sem tengist millilandaflugi um Akureyri.
Það er hagsmunamál fyrir allt Norðurland að tryggja að alþjóðaflug um Akureyri festist í sessi og verði sjálfbært til lengri tíma. Alþjóðaflug á Akureyri er enn á þróunarstigi og stoðir þess ekki orðnar traustar. Sérstaklega mikilvægt er því að Flugþróunarsjóður styðji vel við á meðan nýjar flugleiðir eru að mótast og festa sig í sessi.
 
 
7. E2510015 - Akureyrarbær - Barnaverndarsamningur desember 2025
Samningur um barnaverndarþjónustu tekinn til síðari umræðu.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Eyjafjarðarsveitar, Fjallabyggðar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar, Langanesbyggðar, Norðurþings, Svalbarðsstrandarhrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
 
8. E2509026 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029
Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun ársins 2026 og 2027-2029.
 
Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029.
 
Fundargerðir til kynningar
9. E2510028 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 987
Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
10. 2510007F - Framkvæmdaráð - 164
Fundargerð 164. fundar framkvæmdaráðs lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
11. 2510011F - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 10
Fundargerð 10. fundar ungmennaráðs lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
12. 2510012F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 18
Fundargerð 18. fundar atvinnu- og umhverfisnefndar lögð fram til kynningar.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að 10. gr. búfjársamþykktar verði breytt. Verður hún svohljóðandi: Sveitarstjórn getur veitt leyfi til að halda allt að 10 hænur í öruggu aðhaldi á hverri lóð í íbúðarbyggð, en hanar eru með öllu bannaðir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að annað í búfjársamþykktinni verði óbreytt og samþykkir að hún verði auglýst í B-tíðindum.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
13. 2510013F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 441
Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Getum við bætt efni síðunnar?