Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar, óskar heimildar fundarmanna til að taka 12. fundarlið, Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar, fyrir síðast á fundinum. Þá er óskað heimildar til að taka inn á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi fundarliði:
nr. 14 Starfsemi Kristnesspítala
nr. 15 Heilbrigðisstofnun Norðurlands
nr. 21 Fundargerð öldungaráðs
nr. 22 Fundargerð framkvæmdaráðs
nr. 23 Fundargerð Atvinnu- og umhverfisnefndar
Sveitarstjórn samþykkir dagskrárbreytinguna samhljóða.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. E2211014 - Rammahluti aðalskipulags 1066/2023
Fyrir fund liggur svar Skipulagsstofnunar við auglýstri tillögu að rammahluta aðalskipulags sem lagt er fram til umræðu og áframhaldandi vinnslu.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 442 fundi sínum.
Sveitarsjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við skipulagshönnuð, að vinna áfram með málið í samræmi við framkomnar ábendingar Skipulagsstofnunar, með vísan til 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um meðferð aðalskipulags.
2. E2509037 - Jódísarstaðir L202642 - DSK breyting
Fyrir fund liggja uppfærð gögn þar sem unnið hefur verið í samræmi við ábendingu sveitarstjórnar frá 9. október 2025 um að tilgreina landnýtingu þess svæðis sem myndast sunnan lóða 7 og 8 að landamerkjum nærliggjandi jarðar.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 442. fundi sínum.
Sóley Kjerúlf Svansdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá grenndarkynningu samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á skipulagi varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
3. E1706026 - Oddi (áður Espigerði), Birkitröð, Kvos - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Fyrir fund liggja uppfærð gögn vegna tillögu á deiliskipulagi fyrir Odda (áður Espigerði), Birkitröð og Kvos.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 442. fundi sínum.
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að senda tillöguna af deiliskipulagi fyrir Odda (áður Espigerði), Birkitröð og Kvos til Skipulagsstofnunar til athugunar, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. E2511003 - Kaupangur L152673, Þórustaðir 1 L152845 og 2 L152852 - Merkjalýsing - Landamerki milli jarðanna
Fyrir liggur merkjalýsing unnin af Jón Hlyni Sigurðssyni vegna landamerkja milli jarðanna Kaupangur og Þórustaðir.
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á 442. fundi sínum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði gerð athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
5. E2509043 - Beiðni um endurupptöku og endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á erindi vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir Stekkjarhól
Beiðni um endurupptöku og endurskoðun á ákvörðun sveitarstjórnar um synjun á erindi vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi fyrir Stekkjarhól.
Málinu var frestað á 663. fundi þann 9.10.2025 og er nú tekið fyrir að nýju.
Fyrir liggur áðurgreind beiðni dags. 23.9.2025.
Samkvæmt 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 getur stjórnvald breytt ákvörðun sinni þar til hún hefur verið tilkynnt aðila máls. Af því leiðir að eftir það tímamark er óheimilt að breyta ákvörðun, nema að uppfylltum skilyrðum. Heimild til endurupptöku mála er í 24. gr. sömu laga.
Ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar á 656. fundi 22.5.2025 byggði á ákvæðum og skilmálum gildandi aðalskipulags sem vísað var til í ákvörðuninni. Ákvörðunin hefur verið rökstudd. Tilvísaðir skilmálar í ákvörðuninni eru mikilvæg leiðarljós í skipulagi sveitarfélagsins og mynda eina af grunnstoðum stefnumörkunar sem ákveðin var um þróun byggðar þegar hún var samþykkt.
Meirihluti sveitarstjórnar telur að hvorki hafi verið byggt á ófullnægjandi né röngum upplýsingum um málsatvik, né að atvik sem byggt var á hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin. Þá telur meirihluti sveitarstjórnar að málsmeðferð hafi að öðru leiti verið fullnægjandi og lögum samkvæmt.
Að mati meirihluta sveitarstjórnar eru lagaskilyrði ekki uppfyllt til að unnt sé að endurupptaka málið og hafnar meirihluti því erindinu. Er sveitarstjóra falið að kynna niðurstöðuna.
Fulltrúar K-lista sveitarstjórnar sitja hjá við afgreiðslu málsins en ítreka fyrri skoðun sína um að málið hefði átt að fá brautargengi eins og fram kom í bókun á 656. fundi sveitarstjórnar dags. 22.05.2025.
6. E2411003 - Kirkjugarðar Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna endurnýjunar á girðingu og gerð bílaplans við kirkjugarðinn á Möðruvöllum og jarðvegskeyrslu á Grund
Fyrir fundinum liggur beiðni um fjárframlag vegna áframhaldandi endurnýjunar á aðstöðu kirkjugarðanna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita kirkjugörðum Laugalandsprestakalls 800.000 kr að styrk fyrir áframhaldandi vinnu við framkvæmdir og viðhald á kirkjugörðunum og vísar því til fjárhagsáætlunar ársins 2026.
Þá óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á næstu árum í tengslum við kirkjugarðana.
7. E2510041 - Félagsmiðstöðin Hyldýpi
Fyrir sveitarstjórn liggur minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar í tengslum við starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Óskað er eftir að gert sé ráð fyrir föstu stöðugildi starfsmanns félagsmiðstöðvarinnar frá og með áramótum. Þannig verði horft til þess að félagsmiðstöðin verði opin þrjá daga í viku fram að sumri fyrir miðstig, í stað tveggja eins og það er í dag, og fimm daga vikunnar frá og með hausti.
Velferðar- og menningarnefnd tók málið fyrir á 18. fundi sínum.
Sveitarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir hálfu stöðugildi í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á árinu 2026 og vísar því til fjárhagsáætlunar en áætlaður kostnaðarauki er um 2,2 milljónir króna.
Þá verði heimilt að útfæra opnun félagsmiðstöðvarinnar fyrir miðstig þrjá daga í viku frá og með áramótum til að fá betri reynslu á starfsemina.
Könnun skal gerð meðal nemenda og foreldra um hvernig gengur og hún tekin fyrir í Velferðar- og menningarnefnd og Ungmennaráði í upphafi apríl.
8. E2511006 - Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri 2026
Fyrir fundinum liggur beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamistöðvar á Akureyri fyrir starfsárið 2026.
Velferðar- og menningarnefnd tók erindið fyrir á 19. fundi sínum og vísaði styrkbeiðninni til sveitarstjórnar þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma nefnarinnar.
Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að þjónustu Bjarmahlíðar sé fundinn varanlegur farvegur þar sem það var upphaflega rekið sem tilraunaverkefni og hefur ekki verið fært úr því formi ennþá. Mikilvægt er að rekstrargrundvöllurinn sé tryggður til lengri tíma svo unnt sé að marka þessu mikilvæga úrræði framtíðarsess í velferðarþjónustu á Norðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk upp á 600.000kr- fyrir fjárhagsárið 2026 og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjórn tekur undir ábendingu Velferðar- og menningarnefndar þess efnis að tryggja þurfi úrræði Bjarmahlíðar varanlegan grundvöll svo reka megi það áfram í núverandi mynd.
Sveitarstjórn leggur því til við aðstandendur verkefnisins að um það sé stofnaður formlegur samstarfsvettvangur til lengri tíma með árlegu framlagi í beinu samræmi við íbúafjölda hvers sveitarfélags á móti framlagi ríkisins. Þannig verði framlag samstarfsaðila í húsakosti og vinnuframlagi metið jafnt móti fjárframlagi.
Sveitarstjóra er falið að koma ábendingunni áfram til forsvarsmanns verkefnisins og taka umræðu um málið upp á viðeigandi umræðuvettvangi, þá sé umræðum um Bjarmahlíð vísað til stjórnar SSNE.
9. E2504005 - Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga að því hvernig nálgast megi grisjun á bókum í eigu bókasafns Eyjafjarðarsveitar sem liður að undirbúningi á flutningi safnsins í nýtt rými.
Velferðar- og menningarnefnd ræðir skipulag grisjunarinnar og framtíð bókasafnsins í nýju rými. Nefndin gerði ekki athugasemd við grisjunaráformin og óskar þess við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir auknu starfshlutfalli við grisjun safnsins fram að vori.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gert sé ráð fyrir auknu starfshlutfalli við rekstur bókasafns á tímabilinu 1. janúar - 30. júní á árinu 2026 og vísar því til fjárhagsáætlunar. Starfshlutfallið er 33% og áætlaður kostnaður við það er 1.600.000 krónur.
10. E2510040 - Íþrótta- og tómstundastyrkur
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að íþrótta- og tómstundastyrkur sé aukinn um 10.000 krónur og verði því 60.000 krónur á árinu 2026.
Þá verði styrkur fyrir keppnis- og æfingaferðir á móti lækkaður um 10.000 krónur og verði því 10.000 krónur á árinu 2026. Þá verði reglurnar varðandi þann styrk aðlagaðar þannig að hann sé einungis í boði fyrir umsækjendur undir 18 ára aldri og nái yfir öll ferðalög vegna tómstundaiðkunar.
Breytingin sé gerð með það að leiðarljósi að styrkupphæðir nýtist betur og á almennari máta fyrir barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.
Nefndin áætlar að breytingin muni leiða til útgjaldarauka uppá um 1.500.000 krónur ár árinu 2026 miðað við árið 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hækka íþrótta- og tómstundastyrkinn um 10.000kr svo hann verði 60.000kr á árinu 2026 og vísar því til fjárhagsáætlunar. Áætlaður kostnaðarauki er 1.500.000 krónur.
Jafnframt beinir sveitarstjórn til Velferðar- og menningarnefndar að endurskoða ferðastyrkinn með það að leiðarljósi að fella hann niður en stofna nýjan sértækan úthlutunarpott með fjárheimild upp á 500.000kr sem ætlaður er sérstaklega til að efla ungmenni í sveitarfélaginu.
Óskar sveitarstjórn eftir að nefndin taki þetta til umræðu og komi með tillögur að útfærslum.
Frá og með 1. janúar 2026 verður ferðastyrkurinn lagður af í núverandi mynd.
11. E2511011 - Verðskrá Laugarborgar
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að verðskrá Laugarborgar verði uppfærð á eftirfarandi máta:
Salarleiga hálfur dagur (allt að 6klst) 45.000
Salarleiga heill dagur (6-12klst) 80.000
Salarleiga kvöldveislur 85.000
Helgarleiga 130.000
Aukin þrif (salur og forstofa) 20.000
Aukin þrif (eldhús) 10.000
Þá verði sérstök gjöld fyrir eftirfarandi:
Gjald fyrir sölusýningar þar sem ekki seldur aðgangur 15% af seldum verkum, salarleiga innifalin í því verði.
Gjald fyrir tónleika og aðra viðburði þar sem seldur er aðgangur 15% af seldum miðum, salarleiga innifalin í því verði.
Innifalið í salarleigu er leirtau, þrif á sal eftir veislu, aðgangur að eldhúsi, aðgangur að skjávarpa og hljóðkerfi.
Aukin þrif er nýtt gjald sem fellur til ef umgengni er slæm, mikið af slettum á gólfum, baðherbergjum eða húsgögnum).
Konfetti er með öllu óheimilt, verði til þrif vegna þess þá fellur til sérstakt gjald að upphæð 30.000kr.
STEF gjald er ekki innifalið og er leigutaki ábyrgur fyrir uppgjöri á gjaldi beint við STEF.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Velferðar- og menningarnefndar að gjaldskrá Laugarborgar og felur sveitarstjóra að gera hana sýnilega á heimasíðu sveitarfélagsins.
12. E2509026 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029
Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029.
Nefndir sveitarfélagsins hafa fjallað um fjárhagsáætlunina og eftir atvikum komið með tillögur að gjaldskrárhækkunum eða breytingum á fjárhagsramma.
Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 sem lögð er fram til fyrri umræðu gerir ráð fyrir 342 m.kr. rekstrarafgangi af A-hluta og 418 m.kr. afgangi af rekstri samstæðu. Gert er ráð fyrir að framhald verði á jákvæðri afkomu á komandi árum. Áframhaldandi jákvæð afkoma byggir þó á því að helstu forsendur standist, sérstaklega þróun tekna, launakostnaðar og þjónustuþarfar.
Tekjur ársins 2026 í samstæðu eru áætlaðar 2.205 m.kr. sem er hækkun um 17,3% milli ára m.v. útkomuspá 2025. Áætlað er að skatttekjur (án framlags frá Jöfnunarsjóði) verði 1.181 m.kr. Miðað er við að útsvarsprósenta verði áfram 14,97% og álagningarhlutfall fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis, A-skattflokks, lækki um 10,3% og fari úr 0,39% í 0,35% en verði óbreytt, 1,4%, á milli ára í C-skattflokki. Áætlað er að hækka sorphirðugjöld, rotþróargjald og gjald fyrir dýraleyfar um 4% til að mæta hækkandi kostnaði við úrgangsmál, en önnur gjaldskrá hækki að jafnaði um 2,5%. Leikskólagjöld munu hins vegar hækka í byrjun september í samræmi við þróun vísitölu, líkt og verið hefur. Þá verði íþrótta- og tómstundastyrkur barna hækkaður í 60.000 kr. og lýðheilsustyrkur eldri borgara hækkaður í 18.000 kr.
Áætlað er að framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði 792 m.kr. og að aðrar rekstrartekjur verði 231 m.kr. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) er áætlaður 514 m.kr. árið 2026 sem samsvarar 23% af rekstrartekjum. Í sjóðstreymi er veltufé frá rekstri áætlað 406 m.kr. sem samsvarar 18% framlegð.
Fjárfestingaráætlun ársins 2026 gerir ráð fyrir heildarfjárfestingu að fjárhæð 617 m.kr. Stærsta verkefnið er áframhaldandi uppbygging á Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöð ásamt vinnu við gatnakerfi Hrafnagilsshverfis. Fjárfestingum verður mætt með lántöku, allt að 400 m.kr., sölu eigna og rekstrarafgangi samstæðunnar. En áætlað er að heildareignir samstæðu Eyjafjarðarsveitar standi í 3,5 ma.kr. undir lok næsta árs.
M.v. fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram til fyrri umræðu mun skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 standa í um 19% við lok árs 2025 og í um 21% í árslok 2026 og verða vel innan lögbundinna marka.
Rétt er að vekja athygli á óvissuþætti í fjárhagsáætluninni sem tengist fyrirhugaðri sölu eigna sveitarfélagsins. Til stendur að selja Skólatröð 13 ásamt tveimur sumarhúsum sem nýttir voru við gamla leikskólann og er enn stefnt að sölu Laugalandsskóla. Tekjur af þessum sölum eru ekki tryggar fyrr en kaupsamningar hafa gengið eftir og gæti frávik í söluverði eða tímasetningu haft áhrif á fjárhagsstöðu ársins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fram lagða áætlun í fyrri umferð og vísar áætluninni til síðari umræðu.
13. E2511017 - Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035
Forsætisáðuneytið birtir drög að atvinnustefnu til umsagnar. Meginmarkmið stefnunnar er kröftugur vöxtur útflutnings sem byggir á atvinnugreinum með háa framleiðni.
Atvinnustefnuna má finna á Samráðsgátt stjórnvalda ásamt tengingu við önnur mál og þegar innsendar umsagnir.
https://island.is/samradsgatt/mal/4111
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma með drög að umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
14. E2511013 - Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Á 4. fundi Öldungaráðs bókuðu fulltrúar félags eldri borgara í ráðinu á þá leið að þeir harmi að þjónusta vegna heilsueflandi heimsókna til eldri borgara 80+ hefur verið lögð af. Heilsueflandi heimsóknir voru á vegum ríkisins í gegnum HSN og hefur ekkert annað tekið við.
Hvetja fulltrúar félags eldri borgara sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar til að skoða að stíga inn í þessa þjónustu og veita íbúum sínu hana.
Sveitarstjórn þakkar ábendingu Öldungaráðs og samþykkir samhljóða að gert verði ráð fyrir heilsueflandi heimsóknum til eldri borgara 80 ára og eldri sem ekki hljóta heimaþjónustu eða heimahjúkrun líkt og þjónustan á vegum ríkisins gerði áður ráð fyrir. Fjárhagsáætlun geri ráð fyrir 300.000kr.- vegna verkefnisins og verður það fjármagnað af fjárframlagi Heilsueflandi sveitarfélags.
Sveitarstjóra falið að útfæra verkefnið og kynna niðurstöðuna á næsta fundi Öldungaráðs.
15. E2511018 - Starfsemi Kristnesspítala
Öldungaráð ræddi á fundi sínum um breytingu á starfsemi Kristnesspítala þar sem fram kom að frá og með áramótum eigi að breyta starfseminni yfir í dag- og fimm daga endurhæfingardeild. Leiðir þetta til þess að þeir sem ekki geta farið heim um helgar eiga jafnvel ekki lengur aðgang að þjónustunni. Breytingin felur í sér að eingöngu verður sólarhringsvakt fimm daga vikunnar og síðan lokað um helgar. Þeir aðilar sem ekki geta farið heim um helgar munu því lenda á bráðaþjónustu spítalanna þar sem ekki er pláss eða mannskapur til staðar og engin aðstaða er til endurhæfingar.
Fram kemur að mikill mönnunarvandi er á Kristnesi sem leiðir til þess að verið er að breyta þjónustunni á þennan máta. Ekki hefur gengið að manna auglýstar stöður.
Reynslan er að fólk af landsbyggðinni kemst ekki að í endurhæfingu á viðeigandi heilbrigðisstofnun annarstaðar á landinu þar sem ekki er pláss fyrir fleiri skjólstæðinga. Þá hefur komið fram í fréttum að rekstur Reykjalundar er að auki mjög brothættur og útlit fyrir að leggist jafnvel af ef ekkert breytist í rekstarforsendum þess.
Á fundi sínum bókaði Öldungaráð eftirfarandi vegna málsins:
Öldungaráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og hvetur ráðherra heilbrigðismála til að grípa til úrræða áður en málaflokkurinn fer í óleysanlegan hnút. Ljóst er að ef einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda fá ekki viðeigandi þjónustu þá hrakar heilsu þeirra sama á hvaða aldri þeir eru sem leiðir til enn þyngra heilbrigðisúrræðis fyrir viðkomandi, verri lífsgæðum, álagi á fjölskyldur viðkomandi og skertri getu til atvinnuþátttöku. Mikilvægt er að ráðherra heilbrigðismála bregðist strax við með það að leiðarljósi að auka við endurhæfingarmöguleika á landinu öllu með öllum mögulegum ráðum.
Sveitarstjórn þakkar Öldungaráði fyrir upplýsandi erindi og bókun um stöðu starfseminnar á Kristnesspítala.
Sveitarsjórn tekur undir áhyggjur ráðsins og telur brýnt að heilbrigðisyfirvöld bregðist tafarlaust við aðstæðunum því afleiðingarnar á heilbrigði þjóðar muni líklega verða slæmar ef ekki eru í boði næg úrræði til endurhæfingar fyrir einstaklinga sem á því þurfa að halda.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma bókun Öldungaráðs til Heilbrigðisráðuneytisins, SSNE, sveitarfélaga á svæðinu og á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðir til kynningar
16. 2511005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 442
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
17. 2511001F - Framkvæmdaráð - 165
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
18. 2510014F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 281
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundarliður 3.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bæta við tveimur 50% stöðugildum sem ætlaðar eru til að auka stuðning innan skólanna og samstarfsgetu þeirra. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við stjórnendur og í samráði við skólanefnd.
Áætlaður kostnaðarauki vegna ákvörðunarinnar eru 15.000.000kr og er henni vísað til fjárhagsáætlunar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
19. 2510015F - Velferðar- og menningarnefnd - 18
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Í fundarlið 9. fjallar nefndin um afsláttakjör starfsfólks og vísar minnisblaði þess efnis og útfærslum til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið þess efnis að endurskoða þurfi stefnu um fríðindi starfsfólks út frá áherslum Heilsueflandi samfélags. Sveitarstjórn óskar þess að stofnað sé sérstakt mál utan um erindið og að nefndin taki saman minnisblað um hugmyndir sínar.
20. 2511006F - Velferðar- og menningarnefnd - 19
Fundargerð lögð fram til kynningar.
í fundarlið nr.8 leggur nefndin til við sveitarstjórn að tillaga forstöðumanns um gjaldskrárbreytingar í íþróttamiðstöðinni verði samþykktar en þær taka almennt mið af 2,5% hækkun.
Þá leggur nefndin til að lýðheilsustyrkur eldri borgara verði hækkaður í 18.000kr.-.
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða fram lagða gjaldskrá vegna íþróttamiðstöðvar sem tekur mið af að jafnaði 2,5% hækkun á öllum gjaldflokkum, skal það einnig ná yfir gjaldskrá tjaldsvæðis.
Sveitarstjórn samþykkir að Lýðheilsustyrkur eldri borgara verði hækkaður úr 15.000kr.- í 18.000kr. Afgreiðslu vísað til fjárhagsáætlunar.
21. 2511007F - Öldungaráð - 4
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
22. 2511011F - Framkvæmdaráð - 166
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Í fundargerðinni leggur framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að fjárfestingaáætlun geri ráð fyrir eftirfarandi útgjöldum á tímabilinu.
2026 = 490m.kr.-
2027 = 318m.kr.-
2028 = 89m.kr.-
2029 = 86m.kr.-
Tillögur framkvæmdaráðs miða að því að stærstu fjárfestingarnar tengist nýbyggingu, skólahúsnæði og lóð sem áætlað er að verði um 665m.kr.- á tímabilinu, framkvæmdir við íþróttamiðstöð sem verði um 112m.kr.- og gatnakerfi og gámasvæði sem verði um 160m.kr.-.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmdaráðs að fjárfestingaáætlun fyrir tímabilið 2026-2029 og vísar henni til fjárhagsáætlunar.
23. 2511010F - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 19
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að almenn gjaldskrárhækkun dýraleifa verði 4%.
Nefndin tekur til skoðunar ábendingu varðandi kostnað við hænsni. Reynslan er sú að takmarkað magn þeirra fer í dýraleifagáminn en leifar þeirra fara að langmestu leiti í moltugerð. Nefndin telur því góð rök fyrir því að gjaldskrá vegna hænsna verði lækkuð í 10 kr.- á hænsn og leggur það til við sveitarstjórn.
Þá lagði nefndin til við sveitarstjórn á 18. fundi sínum að að gjaldskrá sveitarfélagsins taki eftirfarandi breytingum:
A) Förgun úrgangs og sorphirðu hækki um 4%.
B) Gjald fyrir hreinsun og tæmingu rotþróa hækki um 4%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrárhækkanir á förgun úrgangs og sorphirðu, förgun dýraleifa og gjald fyrir hreinsun og tæmingu rotþróa hækki um 4%.
Sveitarstjórn vísar til Atvinnu- og umhverfisnefndar að taka gjaldskrá varðandi förgun dýraleifa sé tekið til skoðunar í heild sinni og mat lagt á hvort í henni sé innbyrðis ójafnvægi.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktunar.
24. E2511005 - Norðurorka - Fundargerð 315. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
25. E2511004 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 988
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55