Sveitarstjórn

667. fundur 04. desember 2025 kl. 08:00 - 09:35 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Berglind Kristinsdóttir var fjarverandi en fundinn sat Hákon Bjarki Harðarson
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir var fjarverandi en fundinn sat Guðmundur S. Óskarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson var fjarverandi en fundinn sat Sóley Kjerúlf Svansdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
 
Oddviti sveitarstjórnar óskar heimildar fundarins til að taka fundarliði 12 og 13 varðandi viðauka og fjárhagsáætlun fyrir fremst í dagskránni.
Dagskrá:
 
Almenn erindi
1. E2511028 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Austurhlíðarvegar nr. 8498-01 af vegaskrá
Fyrir fundinum liggur tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Austurhlíðarvegar nr. 8498-01 af vegaskrá.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 443. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Austurhlíðarvegar nr. 8498-01 af vegskrá þar sem þar er fyrirtæki í atvinnurekstri sbr. B-lið 3.gr. reglugerðar um héraðsvegi nr. 774/2010.
Þá gerir sveitarstjórn alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur. Þá vekur furðu hversu fljótt Vegagerðin grípur til niðurfellinga vega við breytingar á lögheimilisskráningum við viðkomandi vegi.
 
2. E2511027 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Öngulsstaðavegar 2 nr. 8448-01 af vegaskrá
Fyrir fundinum liggur tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Öngulsstaðavegar 2 nr. 8448-01 af vegaskrá.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 443. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu Öngulsstaðavegar 2 nr. 8448-01 af vegskrá þar sem jörðin er í söluferli og búist sé við að ábúð hefjist aftur á jörðinni.
Þá gerir sveitarstjórn alvarlegar athugasemdir við verkferil Vegagerðarinnar um að vegir þurfi að uppfylla önnur skilyrði þegar þeir eru teknir aftur inn á vegaskrá heldur en þegar þeir voru afskráðir. Eðlilegt megi telja að úttekt fari fram á ástandi vegar við afskráningu og að ekki sé þá gerð ríkari krafa til vegarins þegar hann er tekinn inn aftur. Þá vekur furðu hversu fljótt Vegagerðin grípur til niðurfellinga vega við breytingar á lögheimilisskráningum við viðkomandi vegi.
 
3. E2511032 - Grund II B, Lnr. 206808 - Umsókn um breytingu á lóðamörkum - Merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing unnin af Hákoni Jenssyni. Afmörkun lóðarinnar Grund II B L206808 og stækkun úr landi Grundar II A L152612.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 443. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
4. E2509027 - Brúarland - skráning 3 lóða úr Brúarlandi og merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur beiðni um skráningu þriggja lóða úr Brúarlandi. Merkjalýsingin er unnin af Hákoni Jenssyni. Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar 6. október 2025 þar sem erindinu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við merkjalýsanda. Nú liggja fyrir uppfærð gögn og er erindið tekið fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 443. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um undirskrift landeiganda Brúnagerðis 15.
 
5. E2509045 - Jódísarstaðir L292642 - merkjalýsing
Fyrir fundinum liggur merkjalýsing sem áður var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar 6. október 2025 þar sem erindinu var frestað. Nú liggja fyrir uppfærð gögn og er erindið tekið fyrir að nýju.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 443. fundi sínum.
Sóley Kjerúlf Svansdóttir víkur af fundi undir þessum fundarlið.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og samþykkir hana á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
 
6. E2509030 - Sölvastaðir Svínabú - ósk um heimild til vinnslu á breytingu DSK
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Sölvastaða í Eyjafjarðarsveit, unnin af Landslagi ehf. f.h. eiganda. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og aukið byggingarmagn við svínabúið.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á 443. fundi sínum.
 
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða sem óverulega deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr sömu laga.
Skipulagsfulltrúa falið að fullnusta deiliskipulagsbreytinguna.
 
7. E2511017 - Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma með drög að umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fund sveitarstjórnar.
 
Ísland er fámenn en landmikil og dreifbýl þjóð sem kallar á innviði, þjónustu og uppbyggingu atvinnuvega allstaðar á landinu. Það er því afar mikilvægt að meðalframleiðni á hvert unnið starf sé með því hæðsta sem gerist og hærra en í samanburðarlöndum okkar.
Atvinnustefnan virðist að miklu leiti fanga áherslur vaxtar en þó virðist sem svo að ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem gripið hefur verið til á undanförnum mánuðum séu ekki í góðum takti við þá stefnu sem fram hefur verið lögð. Má þar nefna:
Aukna skattbyrgði á fyrirtæki sem dregur úr möguleikum þeirra til endurfjárfestinga og nýsköpunar (sjávarútvergur).
Innviðagjöld á skemmtiferðaskip sem draga úr dreifingu ferðamanna um landið og kippa fótunum undan starfssemi þjónustuaðila sem þegar voru starfandi (ferðaþjónusta).
Endurskoðun tolla á landbúnað sem dregur úr getu innlendra framleiðenda til að keppa við stórframleiðendur utan landsteinana (landbúnaður).
Aukin vörugjöld á bifreiðar sem hafa bein útgjaldaáhrif á heimilin í landinu og bílaleigur sem dregur úr þeirra samkeppnishæfni (einstaklingar og ferðaþjónusta).
Losunargjöld flutningsaðila sem draga úr samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavísu með dýrari aðfanga- og fólksflutningum í samanburði við aðrar þjóðir (ferðaþjónusta, innflutningur og útflutningur).
Tillaga um verðmat jarða og fyrirtækja í erfðaskiptum sem taka eigi mið af markaðsverði eigna mun íþyngja verulega nýliðun í landbúnaði sem þegar er í erfiðri stöðu (landbúnaður).
 
Áhrif ofangreindra aðgerða koma allar sérstaklega illa niður á þeim atvinnuvegum sem eru meginstoðir utan höfuðborgarsvæðisins.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma þessari umsögn til skila.
 
8. E2511030 - Norðurorka - Verðskrá frá 1. janúar 2026 í vatnsveitu
Lögð er fram til kynningar ákvörðun stjórnar um að hækka ekki vatnsgjald vatnsveitu.
Stjórn Norðurorku samþykkti á 314. fundi sínum að hækka ekki vatnsgjald vatnsveitu en rekstur vatnsveitu er í góðu jafnvægi og talið er að tekjur muni, að óbreyttu, standa undir kostnaði til lengri tíma.
Heimlagnagjöld vatnsveitu hækka um vísitölu, 4,5%.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
9. E2512001 - Akureyrarbær - Ársskýrsla í málaflokki fatlaðra 2024
Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Akyreyrarbæjar í málaflokki fatlaðar fyrir árið 2024.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar en skýrslunni er vísað til Velferðar- og menningarnefndar til upplýsingar.
 
10. E2512002 - Samningur um velferðar-, fræðslu- og frístundaþjónustu
Fyrir fundinum liggja drög af nýjum samningi um velferðar-, fræðslu- og frístundaþjónustu við Akureyrarbæ.
 
Sveitarstjórn vísar drögunum til Velferðar- og menningarnefndar og Skólanefndar.
Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að rýna í kostnaðarliði samningsdraganna þar sem hlutfallsleg aukning frá núgildandi samningi er umtalsverð.
Samningsdrögin verða tekin aftur fyrir þegar nefndir og sveitarstjóri hafa lokið yfirferð.
 
11. E2512004 - Málalykill Eyjafjarðarsveitar
Lagt fram til kynningar nýr málalykill stafrænnar skráningu mála og skjala í rafrænu skjalakerfi.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan málalykil.
 
12. E2504001 - Heildarviðauki I vegna fjárhagsáætlunar 2025
Lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka I við fjárhagsáætlun ársins 2025.
 
13. E2509026 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029
Sveitarstjórn tekur til seinni umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029. Nefndir sveitarfélagsins hafa fjallað um fjárhagsáætlunina og eftir atvikum komið með tillögur að gjaldskrárhækkunum eða breytingum á fjárhagsramma.
 
Sveitarstjórn tekur til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2026 og 2027 til 2029. Áfram er gert ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta og samstæðu, með 342 m.kr. afgangi í A-hluta og 423 m.kr. afgangi á samstæðu. Rekstrartekjur samstæðu eru áætlaðar 2.205 m.kr., eða 20,8% hækkun frá útkomuspá 2025. En áfram er gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu til ársins 2029.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarsprósenta haldist óbreytt í 14,97% og fasteignaskattur í A-flokki lækki í 0,35% en haldist óbreyttur í B og C flokki. Sveitarstjórn samþykkir að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega hækki um 4%.
 
Útsvarshlutfall óbreytt 14,97%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,35% lækkar úr 0,39%
Fasteignaskattur, B stofn 1,32% samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,40% (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% (óbreytt)
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
 
Sorphirðugjöld, rotþróargjald og gjald fyrir dýraleifar hækka um 4% til að mæta hækkandi kostnaði við úrgangsmál, en önnur gjaldskrá hækki að jafnaði um 2,5%. Leikskólagjöld munu hins vegar hækka í byrjun september í samræmi við þróun vísitölu, líkt og verið hefur. Þá verði íþrótta- og tómstundastyrkur barna hækkaður í 60.000 kr. og lýðheilsustyrkur eldri borgara hækkaður í 18.000 kr.
 
Áætlað er að framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði 792 m.kr. og að aðrar rekstrartekjur verði 326 m.kr. Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) er áætlaður 493 m.kr. árið 2026 sem samsvarar 21% af rekstrartekjum. Í sjóðstreymi er veltufé frá rekstri áætlað 389 m.kr. sem samsvarar 17% framlegð.
 
Fjárfestingaráætlun ársins 2026 gerir ráð fyrir heildarfjárfestingu að fjárhæð 617 m.kr. Stærsta verkefnið er áframhaldandi uppbygging á Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöð ásamt vinnu við gatnakerfi Hrafnagilsshverfis. Fjárfestingum verður mætt með lántöku, allt að 400 m.kr., sölu eigna og rekstrarafgangi samstæðunnar. En áætlað er að heildareignir samstæðu Eyjafjarðarsveitar standi í 3,5 ma.kr. undir lok næsta árs.
 
Miðað við fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram til seinni umræðu mun skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 standa í um 20,3% í árslok 2026 og verða vel innan lögbundinna marka. Auk þess stefnir sveitarfélagið á að skuldahlutfallið verði 0% í lok árs 2029.
 
Rétt er að vekja athygli á óvissuþætti í fjárhagsáætluninni sem tengist fyrirhugaðri sölu eigna sveitarfélagsins. Til stendur að selja Skólatröð 13 ásamt tveimur sumarhúsum sem nýttir voru við gamla leikskólann og er enn stefnt að sölu Laugalandsskóla. Tekjur af þessum sölum eru ekki tryggar fyrr en kaupsamningar hafa gengið eftir og gæti frávik í söluverði eða tímasetningu haft áhrif á fjárhagsstöðu ársins.
 
Sveitastjórn samþykkir fjárhagsáætlun 2026 og 2027 - 2029 samhljóða.
 
Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum, fjölskyldum þeirra svo og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
 
14. E2512005 - Samstarf vegna verkefnis um lýðræðisþátttöku innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga
Magnea Marínósdóttir óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefni sem lýtur að lýðræðislegri þátttöku innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
 
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þátttöku í verkefninu að því gefnu að það sé haldið sameiginlega á stærra svæði.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fylgja verkefninu eftir.
 
Fundargerðir til kynningar
15. E2511025 - SSNE - Fundargerð 77. stjórnarfundar
Fundargerð 77. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
16. E2511026 - SSNE - Þinggerð haustþings 29. október 2025
Lögð fram til kynningar Þinggerð haustþings SSNE sem haldið var þann 29. október 2025
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
17. E2511029 - Norðurorka - Fundargerð 316. fundar
Fundargerð 316. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
18. E2511037 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 989
Fundargerð 989. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
19. E2511038 - HNE - Fundargerð 244
Fundargerð 244. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
20. 2511013F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 443
Fundargerð 433. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar.
 
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:35
 
Getum við bætt efni síðunnar?