Dagskrá:
1. Ungmennaráð - Erindisbréf - E2510020
Erindisbréf ungmennaráðs lagt fram til kynningar.
2. Ungmennaráð - Handbók - E2510021
Handbók ungmennaráðs lögð fram til kynningar.
3. Ungmennaráð - Kosning formanns og ritara - E2510022
Eitt framboð kom fram í embætti formanns og er Haukur Skúli Óttarsson rétt kjörinn formaður ungmennaráðs.
Eitt framboð kom fram í embætti ritara og er Kristín Harpa Friðriksdóttir rétt kjörin ritari ungmennaráðs.
4. Ráðstefna SÍS með ungmennaráðum landsins - kynning og spurningalisti - E2510023
Ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga með ungmennaráðum verður haldin 5. desember í Reykjavík. Upplýsingar um ráðstefnuna lagðar fram til kynningar auk þess sem ungmennaráð svaraði spurningalista varðandi dagskrá hennar.
5. Ungmennaráð - Tillaga til sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins - E2510024
Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar beinir þeirri ósk sinni til sveitarstjórnar og nefnda og ráða sveitarfélagsins að senda ráðinu erindi er varða eða koma til með að varða ungmenni í sveitarfélaginu í framtíðinni, til umfjöllunar eða kynningar eftir þörfum.
Ungmennaráð minnir á markmið og tilgang ungmennaráðs skv. erindisbréfi:
a. Að vera sveitarstjórn til ráðgjafar varðandi málefni sem tengjast ungu fólki sérstaklega.
b. Að gæta hagsmuna ungs fólks og koma skoðunum og tillögum þeirra á framfæri við stjórnkerfi sveitarfélagsins.
c. Að veita sveitarstjórn umsögn um málefni er varða hagsmuni og aðstæður ungs fólks.
d. Að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins.
e. Að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins.
f. Að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50