Dagskrá:
1. Íþróttavika Evrópu - E2510039
Minnisblað forstöðumanns íþróttamiðstöðvar lagt fram til kynningar. Ungmennaráð leggur áherslu á að við framvkæmd íþróttaviku í framtíðinni verði tekið tillit til þarfa unglinga við skipulagningu viðburða.
2. Íþrótta- og tómstundastyrkur - E2510040
Lagt fram til kynningar.
3. SSNE - Hugmyndir og efni fyrir Ungmennaþing 2026 - E2510027
Tekið er fyrir bréf frá SSNE er varðar ungmennaþing. Starfsmanni falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. Ráðstefna SÍS með ungmennaráðum landsins - kynning og spurningalisti - E2510023
Dagskrá ráðstefnu ungmennaráða í Reykjavík lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45