Velferðar- og menningarnefnd

19. fundur 17. nóvember 2025 kl. 17:00 - 20:05 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Halldór Örn Árnason
  • Margrét Árnadóttir
  • Sunna Axelsdóttir
  • Óðinn Ásgeirsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður
 
Dagskrá:
 
1. Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis - Jólaaðstoð 2025 - E2511008
Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis samanstendur af Hjálparstarfi Kirkjunnar, Rauða Krossinum við Eyjafjörð, Hjálpræðishernum og Mæðrastyrksnefnd.
 
Árið 2024 óskuðu yfir 520 fjölskyldur og einstaklingar eftir jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið vel yfir 500 talsins og er þá jólaaðstoðin ótalin.
Fyrir fundinum liggur ósk um fjárframlag til jólaaðstoðar/starfs sjóðsins. Það fé sem safnast fyrir jólin verður notað til kaupa á gjafakortum í matvörubúðum sem afhendast efnaminni fjölskyldum og einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Nefndin samþykkir samhljóða að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis um 200.000kr- vegna jólaaðstoðar ársins 2025.
 
2. Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri 2026 - E2511006
Fyrir fundinum liggur beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamistöðvar á Akureyri fyrir starfsárið 2026.
Velferðar- og menningarnefnd vísar styrkbeiðninni til sveitarstjórnar þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma nefnarinnar.
Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að þjónustu Bjarmahlíðar sé fundinn varanlegur farvegur þar sem það var upphaflega rekið sem tilraunaverkefni og hefur ekki verið fært úr því formi ennþá. Mikilvægt er að rekstrargrundvöllurinn sé tryggður til lengri tíma svo unnt sé að marka þessu mikilvæga úrræði framtíðarsess í velferðarþjónustu á Norðurlandi.
 
3. Bókasafn Eyjafjarðarsveitar - E2504005
Fyrir nefndinni liggur fyrir tillaga að því hvernig nálgast megi grisjun á bókum í eigu bókasafns Eyjafjarðarsveitar sem liður að undirbúningi á flutningi safnsins í nýtt rými. Nefndin ræðir tillöguna og framtíð bókasafnsins.
Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögur af grisjunaráætlun og vísar umræðu til 8. fundarliðar um fjárhagsáætlun.
Nefndin óskar eftir að skjólastjórnendum, starfsmanni bókasafns og aðila frá Amtbókasafni sé boðið til næsta fundar til að taka áframhaldandi samtal um stefnumótun varðandi starfsemi bókasafnsins og þess rýmis sem það mun flytja í eftir breytingar.
 
4. Íþrótta- og tómstundastyrkur - E2510040
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að íþrótta- og tómstundastyrkur sé aukinn um 10.000 krónur og verði því 60.000 krónur á árinu 2026.
Þá verði styrkur fyrir keppnis- og æfingaferðir á móti lækkaður um 10.000 krónur og verði því 10.000 krónur á árinu 2026. Þá verði reglurnar varðandi þann styrk aðlagaðar þannig að hann sé einungis í boði fyrir umsækjendur undir 18 ára aldri og nái yfir öll ferðalög vegna tómstundaiðkunar.
Breytingin sé gerð með það að leiðarljósi að styrkupphæðir nýtist betur og á almennari máta fyrir barnafjölskyldur í sveitarfélaginu.
Nefndin áætlar að breytingin muni leiða til útgjaldarauka uppá um 1.500.000 krónur ár árinu 2026 miðað við árið 2025.
 
5. Styrkur fyrir keppnis- & æfingaferðir - E2511010
Vísað í bókun varðandi 4. lið um íþrótta- og tómstundastyrk.
 
6. Áskoranir og hvatningar frá 54. þingi UMFÍ - E2511009
Lagt fram til kynningar og vísað til umræðna í fjórða lið.
 
7. Verðskrá Laugarborgar - E2511011
Verðskrá fyrir Laugarborg tók síðast breytingum í júní 2019.
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að verðskrá Laugarborgar verði uppfærð á eftirfarandi máta:
 
Salarleiga hálfur dagur (allt að 6klst) 45.000
Salarleiga heill dagur (6-12klst) 80.000
Salarleiga kvöldveislur 85.000
Helgarleiga 130.000
Aukin þrif (salur og forstofa) 20.000
Aukin þrif (eldhús) 10.000
 
Þá verði sérstök gjöld fyrir eftirfarandi:
Gjald fyrir sölusýningar þar sem ekki seldur aðgangur 15% af seldum verkum, salarleiga innifalin í því verði.
Gjald fyrir tónleika og aðra viðburði þar sem seldur er aðgangur 15% af seldum miðum, salarleiga innifalin í því verði.
 
Innifalið: salarleiga, leirtau, þrif á sal eftir veislu, aðgangur að eldhúsi, aðgangur að skjávarpa og hljóðkerfi.
Aukin þrif er nýtt gjald sem fellur til ef umgengni er slæm, mikið af slettum á gólfum, baðherbergjum eða húsgögnum).
Konfetti er með öllu óheimilt, verði til þrif vegna þess þá fellur til sérstakt gjald að upphæð 30.000kr.
STEF gjald er ekki innifalið og er leigutaki ábyrgur fyrir uppgjöri á gjaldi beint við STEF.
 
8. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2026 og 2027-2029 - E2509026
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar hækki samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði, eða að jafnaði um 2,5%, í samræmi við tillögu forstöðumanns.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Lýðheilsustyrkur eldri borgara verði hækkaður í 18.000 krónur á árinu 2026 og samræmist þannig verði á árskorti eldri borgara í sund.
Þá óskar nefndin jafnframt eftir að sveitarstjórn gerir ráð fyrir að fjárhagsrammi nefndarinnar hækki um 1.500.000 krónur ár árinu 2026 með það fyrir augum að mæta áætluðum kostnaðarauka við íþrótta- og tómstundastyrk.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:05
Getum við bætt efni síðunnar?