Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - Skipulags- og matslýsing

Aðalskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. október 2016 að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 og er aðgengileg hér fyrir neðan.

Skipulags- og matslýsing 

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér lýsinguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 21. desember 2016.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar