Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – tillaga til auglýsingar

Aðalskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. 7 gr. laga nr. 10/2006 um umhverfismat áætlana.

Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2018-2030 og er endurskoðun á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025. Skipulagstillagan ásamt forsendum,umhverfisskýrslu og fylgigögnum mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 28. maí til 9. júlí 2018 og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 9. júlí 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á esveit@esveit.is.

Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar

Greinargerð

Forsendur

Skipulagsuppdráttur - sveitarfélagsuppdráttur

Skipulagsuppdráttur - norðurhluti byggð og byggðakjarnar

Skipulagsuppdráttur - sveitin byggð