Aðalskipulagsbreyting að Syðri-Varðgjá - kynning

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar að Syðri-Varðgjá er til kynningar á vinnslustigi.

Tillagan er um að íbúðarsvæði ÍS6 breytist þannig að inn á það komi verslunar- og þjónustusvæði.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Laugalandi og sést með því að smella hér .

Gefinn er kostur á að koma með ábendingar við tillöguna í seinasta lagi 26. mars 2011. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Þegar skipulagsnefnd hefur unnið úr ábendingum verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu og ákvörðunar um auglýsingu. Eftir það verður tillagan auglýst með venjulegum athugasemdafresti.

Sveitarstjóri