Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar ráðinn

Hugrún Sigmundsdóttir
Hugrún Sigmundsdóttir

Hugrún Sigmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar Hrafnagilsskóla, en fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Hugrún tekur við starfinu af Hrund Hlöðversdóttur sem hefur störf sem skólastjóri Hrafnagilsskóla þann 1. ágúst n.k.

Hugrún er fráfarandi leikskólastjóri á Pálmholti á Akureyri og hefur áralangan og farsælan feril að baki sem stjórnandi.