Ályktun varðandi tryggingavernd bænda

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fjallaði um Ályktun varðandi tryggingavernd bænda, á 595. fundi sínum þann 6.10.2022.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:

"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á landbúnaðarráðherra að stofna nýja umgjörð um tryggingavernd bænda þar sem tekið verður á fleiri áhættuþáttum en þeim sem skyldu og valfrjálsar tryggingar taka á t.d. tjón í kjölfar náttúruhamfara og annarra óvæntra áfalla. Sveitarstjórn telur mjög mikilvægt að bændur geti tryggt afkomu sína með mun betri hætti en er í dag, enda mun það stuðla að fæðuöryggi í landinu. Jafnframt óskar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftir því að fá fund með landbúnaðarráðherra um matvælaframleiðslu framtíðarinnar."