Bókun um Vaðlaheiðargöng

Á fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2012 var eftirfarandi bókun gerð:

 „Í greinargerð IFS greiningar um framkvæmd Vaðlaheiðarganga kemur fram að ekki sé ágreiningur um þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, en leitt líkum að því að auka þurfi eigið fé Vaðlaheiðarganga ehf. svo tryggja megi hagstæða fjármögnun til framtíðar.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir vilja sínum til að auka hlutafé sitt í Vaðlaheiðargöngumum um allt að tvöföldun frá því sem áður hefur verið lofað svo hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.

Skorar sveitarstjórn á ríkisstjórn Íslands að samþykkja ríkisábyrgð á fjármögnun ganganna svo hægt sé að hefja framkvæmdir sem allra fyrst.

Þá má benda á að ríkissjóður fær 3-3,5 milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á byggingartíma ganganna ef farið verður í hana. Þá fjármuni má nota í brýn verkefni í þágu samfélagsins.

Minnir sveitarstjórna á það að mjög litlu fé er varið til vegamála á landsbyggðinni þrátt fyrir síauknar álögur á bifreiðaeigendur.”