Eitt þúsundasti íbúinn og þríburarnir í Leyningi

Þann 6. feb. s. l. heimsóttu fulltrúar Eyjafjarðarsveitar fjölskyldurnar í Vallartröð 6 og í Leyningi....
picture_009_120
Hinn 7. ágúst s. l. fæddist þeim hjónunum Ólöfu Huld Matthíasdóttur og Árna Kristjánssyni, Vallartröð 6, dóttur, sem hlotið hefur nafnið Jenný Lilja. Nú hefur komið í ljós að Jenný Lilja er þúsundasti íbúi Eyjafjarðarsveitar.

picture_014_120 Nokkrum dögum síðar eða 13. ágúst eignuðust hjónin Thelma Bára Vilhelmsdóttir og Hilmar Sigurpálsson, Leyningi, þríburana Dagbjörtu Lilju, Berglindi Evu og Kristján Sigurpál.Af þessum tilefnum þótti sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ástæða til að heiðra foreldra og börn með því að færa foreldrunum blómvönd og börnunum sparisjóðsbók með upphæð sem jafngildir hálfs vetrar námi í Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Vonandi verður verðlagsþróunin ekki óhagstæðari en svo að upphæðin dugi vel fyrir námskostnaðinum þegar að því kemur að börnin vilji fara að stunda tónlistarnám.
Það er sveitarstjórn sérstök ánægja að bjóða þetta unga fólk velkomið í sveitarfélagið í þeirri von að það eigi eftir að vaxa og dafna með sveit sinni eða hvar sem leið þess liggur um ókomin ár.