Enn um skólaakstur

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 23. maí s.l. var eftirfarandi bókun gerð vegna bókunar skólanefndar frá 21. maí s.l.:

„Sveitarstjórn vísar til fyrri ákvarðana um þetta mál og telur ekki ástæðu til að breyta þeim. En vegna bókunar skólanefndar og túlkunar á bréfi frá Menntamálaráðuneytinu sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum telur sveitarstjórn rétt að birta fyrirliggjandi minnisblöð dags. 25. apríl og 23. maí. Fulltrúar F-listans þeir JS, BS og LG ítreka fyrri afstöðu sína í málinu.”

En bókun skólanefndar var svohljóðandi:

„Í ljósi bókunar sveitarstjórnar á fundi sínum 30. apríl sl. þar sem ákveðið er að halda fyrirkomulagi skólaaksturs óbreyttu, ítrekar skólanefnd fyrri afstöðu sína um að færa eigi skólaaksturs til fyrra horfs. Einnig var lagt fram svarbréf Mennta- og menningamálaráðuneytis við kvörtun foreldra varðandi málið. Í svarbréfi ráðuneytisins segir m.a. "Eins og mál þetta virðist vaxið telur ráðuneytið að skipulagning og framkvæmd sveitarfélagsins Eyjafjarðarsveitar sé ekki í samræmi við framangreind ákvæði reglnanna og þann megintilgang þeirra að skipuleggja skólaakstur fyrst og fremst í samræmi við þarfir nemenda með hliðsjón af öryggi þeirra, velferð og umhverfisaðstæðum, eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. 4.gr. reglnanna." Vísað er í reglur um skólaakstur grunnskóla nr. 656/2009 með stoð í 22.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.”

 Nýja minnsblaðið má sjá með því að smella hér og það eldra með því að smella hér og skýrslu RHA hér.