Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn er 3. maí og Smámunasafnið verður opið kl. 11 og 17.

Ef veður leyfir munu búvélasafnarar koma akandi á gömlum uppgerðum dráttarvélum sem síðan verða til sýnis þennan dag.

Kaffiveitingar og enginn aðgangseyrir.
Kvikmynd Gísla Sigurgeirssonar um safnarann og húsasmíðameistarann Sverri Hermannsson, líf hans og starf, verður sýnd á Smámunasafninu á safnadeginum. Sýning myndarinnar hefst kl. 11 og tekur um 40 mínútur. Hún mun svo rúlla á heila tímanum fram eftir degi.