Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024.
Í starfinu felst m.a. aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvar, viðvera á viðburðum auk ferða á vegum hennar á stærri viðburði eins og NorðurOrg og SamFés.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að starfa með unglingum, hafa skilning og þekkingu á umhverfi ungmenna í dag og kostur er að hafa reynslu af starfi með unglingum. Áhersla er lögð á stundvísi og heiðarleika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum auk þess sem viðkomandi starfsmaður þarf að vera góð fyrirmynd í hvívetna. Starfsmaður þarf að geta framvísað hreinu sakavottorði við ráðningu.
Um er að ræða áætlaða vinnu í kring um 150 tíma sem dreifist nokkuð jafnt á skólaárið skv. fyrirfram ákveðinni dagskrá. Laun eru skv. kjarasamningum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknir ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar á Karl Jónsson forstöðumann íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, á netfangið karlj@esveit.is. Karl gefur auk þess nánari upplýsingar um starfið í síma 691 6633 á dagvinnutíma.