Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir umsækjendum í starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar

Fréttir
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmanni í 100% stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar. Við leitum eftir öflugum einstakling sem hefur brennandi áhuga á starfseminni, er með góða stjórnunarhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfileika, ríka þjónustulund og hefur mikinn áhuga á að vinna með fólki.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með rekstri íþróttahúss, sundlaugar, íþróttavalla og tjaldsvæðis.
 • Ábyrgð á skipulagi mannauðs starfseminnar.
 • Ábyrgð á gæðum og öryggi starfseminnar.
 • Umsjón með íþrótta- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu, félagsmiðstöð og verkefninu Heilsueflandi samfélag.
 • Samskipti við ungmennaráð, ungmennafélög og aðra hagaðila.
 • Þátttaka í fjárhagsáætlunargerð.

Helstu kostir sem horft verður til við ráðningu:

 • Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.
 • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar.
 • Rík þjónustulund.
 • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.
 • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og drifkraftur.
 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
 • Geta til að tileinka sér nýja færni.
 • Önnur reynsla sem nýtist í starfi.

 

Starfslýsingu og nánari upplýsingar veitir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri, í síma

463-0600 eða í tölvupósti á netfangið finnur@esveit.is

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2022.

Tekið er á móti umsóknum ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is