Eyjafjarðarsveit hlýtur tilnefningu

Í dag á Degi leikskólans, mun valnefnd á vegum FL, FSL, samtaka Heimilis og skóla, mennta- og menningarráðuneytisins og Samband sveitarfélaga veita viðurkenninguna Orðsporið þeim sem þykja hafa skarað fram úr á einhvern hátt í aðkomu sinni að leikskólastarfi eða málefnum þeim tengdum.
Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt en í fyrra fengu Súðavíkurhreppur annars vegar og Margrét Pála Ólafsdóttir og Kristín Dýrfjörð hins vegar.
Í ár eru tilnefningarnar 28 og hlýtur Eyjafjarðarsveit tilnefningu.
Hér má lesa nánar um viðurkenninguna þá sem tilnefndir eru.