Fjallskil haustið 2018

Á fundi fjallskilanefndar 24. júlí voru samþykktir eftirfarandi gangnadagar fyrir haustið 2018. 1. göngur í Öngulsstaðadeild sunnan Fiskilækjar verði föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Norðan Fiskilækjar og í Hrafnagils- og Saurbæjardeild verður gengið 8.-9. september. 2. göngur verði tveim vikum síðar þ.e. 14.-15. september og 21.-22. september. Hrossasmölun verður föstudaginn 5. október. Stóðréttir verði 6. október Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 21. október.