Frá Freyvangsleikhúsinu


Momento mori

Föstudaginn 2. október s. l. frumsýndi Freyvangsleikhúsið leikritið Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur, í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar.

Viðtökur á verkinu voru góðar og voru það brosandi og jafnframt hugsandi leikhúsgestir sem fóru frá Freyvangi.


Í Memento mori er skyggnst inn í heim fólks sem nýtur þeirrar blessunar – eða er það bölvun? – að geta ekki dáið. Þessar ódauðlegu verur velta fyrir sér lífinu, dauðanum og ódauðleikanum, og brugðið er upp svipmyndum af fortíð þeirra. Þegar á líður koma tengsl þeirra betur í ljós og þar kemur að þær hljóta að taka afstöðu til fortíðarinnar og ódauðleikans. Leikritið er framúrstefnuleg blanda af drama og húmor, heimspekilegum hugleiðingum, rómatík og fáránleika.
 

Næstu sýningar eru núna um helgina, föstudagskvöldið 9. og laugardagsköldið 10. október. Reiknað er með a. m. k.tveimur sýningarhelgum í viðbót, jafnvel þremur en þá þarf sýningin að víkja fyrir kabarett.
Allar sýningar hefjast kl. 20:30

Hægt er að nálgast miða í síma 857 5598, á http://freyvangur.net/ og í Pennanum/Eymundsson.