Fundarboð 653. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

FUNDARBOÐ
653. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 08:00.


Dagskrá:

Almenn erindi
1. Háaborg 2 - L174046 - F2219399 - Umsókn um breytingu á vinnustofu í íbúðarhús - 2502009
Fyrir fundinum liggur erindi frá eiganda Háuborgar 2, þar sem sótt er um að breyta skráningu/notkun á vinnustofu (tómstundaaðstöðu samkv. fasteignaskrá) í íbúð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu á grundvelli skilmála aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar sem kveður á um þrjár byggingalóðir samtals fyrir íbúða- eða frístundahús á hverri bújörð án deiliskipulags.

2. Athafnasvæði á Bakkaflöt - nýtt deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi og breytingar á aðalskipulagi fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt lauk 3. mars sl. og bárust níu erindi á kynningartímabilinu. Nefndin fjallar um innkomin erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við uppfærslu skipulagstillögunar og samþykkja að auglýsa samkv. 31.gr. og 1. mgr 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Hólmatröð 12 L235825 - stöðuleyfi fyrir dúkaskemmu - 2503048
Sótt er um stöðuleyfi vegna 8*12m dúkaskemmu við Hólmatröð 12, sem ætluð er til geymslu á byggingarefni og búnaði á meðan framkvæmdir við Hólmatröð 3 og 12 standa yfir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir dúkaskemmu. Stöðuleyfi gildir í eitt ár. Þá verði jafnframt skilyrt í stöðuleyfinu að sveitarfélagið geti afturkallað leyfið ef aðstæður kalla á að þörf sé fyrir sveitarfélagið að fá aðgang að
umræddu landsvæði.

4. Byttunes L228844 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til landmótunar á Byttunesi - 2503024
Fyrir fundinum liggur umsókn um framkvæmdaleyfi til að nýta hluta efnis sem fellur til við uppbyggingu innviða í Ölduhverfi til landmótunar á Byttunesi. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en að í framkvæmdaleyfi verði skilyrt að landhæð mótunnar fari ekki yfir veghæðir enda liggja að svo stöddu ekki fyrir hönnunargögn varðandi fyrirkomulag svæðisins.

5. Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2025-2026 - 2503039
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Krummakots veturinn 2025-2026 verði samþykkt.

6. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2025-2026 - 2503036
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að skóladagatal Hrafnagilsskóla veturinn 2025- 2026 verði samþykkt.

7. Fasteignir Eyjafjarðarsveitar - 2502037
Umræður um jörðina að Þormóðsstöðum.

Fundargerðir til kynningar

8. Norðurorka - Fundargerð 308. fundar - 2503044
Fundargerð 308. fundar stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.

9. Molta - 114. stjórnarfundur - 2503045
Fundargerð 114. fundar stjórnar Moltu lögð fram til kynningar.

10. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 278 - 2503004F
Fundargerð 278. fundar skólanefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.

11. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 429 - 2504001F
Fundargerð 429. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar lögð fram til kynningar.

07.04.2025
Bjarki Ármann Oddsson, skrifstofu- og fjármálastjóri.