Fyrsti áfangi viðbyggingar við Hrafnagilsskóla boðinn út aftur á nýju ári

Fréttir

Einungis eitt tilboð barst í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla sem fól í sér vinnu við sökkla, botnplötu og innfyllingar. Kostnaðaráætlun verksins hljómaði uppá 74.m.kr.-.

Tilboð barst frá B.Hreiðarsson ehf. uppá 108.777.000kr.- eða 47% yfir kostnaðaráætlun. 

Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum þann 24.nóvember að hafna innkomnu tilboði. Þá var ákveðið að endurskoða forsendur útboðsins og bjóða verkið aftur út á nýju ári.