Gatnagerðarframkvæmdir hafnar í Hrafnagilshverfi

Fréttir
Hólmatröð gatnagerðarframkvæmdir
Hólmatröð gatnagerðarframkvæmdir

Syðst í Hrafnagilshverfi eru nú hafnar framkvæmdir við gatnagerð. Er þarf verið að undirbúa um 30 íbúða byggð sem blandast af einbýli, raðhúsum og fjölbýli.

Á svæðinu eru þegar hafnar framkvæmdir við byggingu eins einbýlishúss og eins raðhúss, þá hafa verið teknir grunnar fyrir tvö einbýlishús í viðbót. Stærstur hluti gatnagerðarinnar er við Hólmatröð en hún afmarkast af Reyká að Norðan og af íþróttasvæðinu að austan. Það eru GV Gröfur sem tóku að sér verkið og mun stór hluti þess vinnast á næstu dögum en verkið klárast síðan á næsta ári.

Í þessum áfanga verður einnig farið í að grunda lóðir sem nú liggja meðfram Eyjafjarðarbraut (Hrafnatröð) vestan við Bakkatröð og má því búast við umferð stórra ökutækja á svæðinu á næstu misserum.