Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu kaupstaðarins? Svörin við þessum spurningum fást þegar gengið verður um minjasvæði þessa forna kaupstaðar laugardaginn 11. júní kl 14.
Gangan hefst á bílastæðinu og tekur klukkustund. Leiðsögumaður er Herdís S. Gunnlaugsdóttir. Þátttökugjald er kr. 500 sem greiðist á staðnum (enginn posi).
Ekki er úr vegi að minna á MIÐALDADAGA á Gásum 16. – 19. júlí þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum verður sviðsett fyrir gesti og gangandi. Þá verða hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúf tónlist, matarilmur og brennisteinsvinnsla hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim.
Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðars ses http://www.gasir.is/
Ljósmynd: Björn Rúriksson 1994
Með góðri kveðju,
KRISTÍN SÓLEY BJÖRNSDÓTTIR
Kynningarstjóri
kristinsoley@minjasafnid.is
MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI
Aðalstræti 58
600 Akureyri
s.462-4162
www.minjasafnid.is