Tvær hátíðarmessur fara fram í sveitinni á páskadag.
Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11
Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30
Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Meðhjálpari er Hansína María Haraldsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Verið öll hjartanlega velkomin!