Hefur þú áhuga á að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar

Fréttir

Eyjafjarðarsveit leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér sýningu Smámunasafn Sverris Hermannssonar á Sólgarði í sumar. Leitað er eftir aðila sem er til í að taka að sér sambærilega opnun sýningarinnar og verið hefur undanfarin ár.

Viðkomandi fær tekjur af aðgangseyri safnsins óskertar til sín og á tök á að auka tekjur sínar með kaffisölu og/eða sölu á eigin munum á svæðinu þar að auki. Ekki er um að ræða stöðu starfsmanns hjá Eyjafjarðarsveit heldur er auglýst eftir sjálfstæðum aðila sem hefur áhuga á að láta reyna á eigið frumkvæði og getu til að blómstra í skemmtilegu umhverfi Smámunasafns Sverris Hermannssonar.

Áhugasamir sendi inn fyrirspurnir á finnur@esveit.is þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið á virkum dögum hjá Stefáni í síma 463-0600.

Umsóknir skal senda á esveit@esveit.is, skal þeim fylgja kynningarbréf á einstaklingnum eða hópnum sem vill taka að sér verkefnið sem og hvaða sýn viðkomandi aðili, eða aðilar, hafa á nálgun verkefnisins.
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.