Húsnæðis og Mannvirkjastofnun (HMS) vinnur að því að leggja fram hintsetta landeignaskrá með tilvísun í þinglýst eignarhald og raunverulega eigendur ef um lögaðila er að ræða. Verkefnið er nú komið vel á veg og hafa eignamörk um 1.720 jarða á Norðurlandi verið áætluð og bréf þess efnis sent á um 3.900 landeigendur. Þessir aðilar geta nú kynnt sér áætlunina í vefsjá landeignaskrár og hafa svo sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.
Eyjafjarðarsveit hvetur íbúa og landeigendur til að rýna vel í landamerki sín og gögn þar að baki og að bregðast við með athugasemdum ef einhverjar eru áður en tímafrestur HMS rennur út.
Nánar um verkefnið á verf HMS: HMS kortleggur eignarhald og afmörkun jarða | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun